Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 17. nóvember
VIKAN SEM HEFST 17. NÓVEMBER
Söngur 26 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 16 gr. 1-9 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 5. Mósebók 23-27 (10 mín.)
Nr. 1: 5. Mósebók 25:17 – 26:10 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Jörðin var sköpuð til að vera paradís – td 24A (5 mín.)
Nr. 3: Hvað ættum við að hugleiða þegar við veljum okkur afþreyingarefni? – Matt. 6:33; lv kafli 6 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
10 mín.: Hvað er sannur vinur? Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á töfluteiknimyndinni Hvað er sannur vinur? (Farðu á jw.org, og skoðaðu BIBLÍAN OG LÍFIÐ > UNGLINGAR.) Byrjaðu á því að spila myndskeiðið fyrir áheyrendur. Síðan skaltu nota eftirfarandi spurningar sem umræðugrundvöll: (1) Hvað er sannur vinur? (2) Eftir hverju ættir þú að leita í fari hugsanlegs vinar? (3) Hvernig geturðu fundið góðan vin? (4) Hvað þarft þú að leggja að mörkum til að vináttan dafni?
10 mín.: Kærleikurinn auðkennir okkur. (Jóhannes 13:35) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á árbókinni 2014, bls. 48, gr.1 til bls. 49, gr. 3; og bls. 69, gr. 1 til bls. 70, gr. 2. Bjóddu áheyrendum að segja hvaða lærdóm þeir dragi af þessum frásögum.
10 mín.: „Ný og spennandi aðferð við að boða trúna meðal almennings.“ Spurningar og svör. Ef söfnuðurinn hefur starfssvæði með mikilli umferð gangandi vegfarenda skaltu hafa viðtal við starfshirðinn og biðja hann um að nefna þær ráðstafanir sem söfnuðurinn hefur gert til að boða gangandi vegfarendum fagnaðarerindið á þessum svæðum. Bjóddu áheyrendum að segja frá reynslu sinni af þessu starfi.
Söngur 92 og bæn