Tökum framförum í boðunarstarfinu – sýnum fólki persónulegan áhuga
Af hverju er það mikilvægt? Jesús sýndi hverjum og einum persónulegan og kærleiksríkan áhuga. Við eitt tækifæri skynjaði Jesús hvað heyrnalaus maður var óöruggur innan um mannfjöldann. Þess vegna leiddi hann manninn afsíðis og læknaði hann fjarri fólkinu. (Mark. 7:31-35) Jesús sýndi lærisveinum sínum nærgætni og tók tillit til takmarkana þeirra með því að veita þeim ekki alltof miklar upplýsingar í einu. (Jóh. 16:12) Jafnvel eftir upprisu sína sýnir hann fólki persónulegan áhuga. (2. Tím. 4:17) Við, sem erum fylgjendur hans, viljum líkja eftir honum. (1. Pét. 2:21; 1. Jóh. 3:16, 18) Auk þess verður boðunarstarf okkar árangursríkara ef við sýnum húsráðendum tillitsemi og tökum eftir aðstæðum, áhugamálum og áhyggjuefnum hvers og eins. Húsráðendur hlusta frekar á okkur ef þeir skynja að við erum ekki bara að koma ákveðnum boðskap á framfæri eða að afhenda rit, heldur sýnum við þeim persónulegan áhuga.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Æfðu þig í að aðlaga kynningarorð þín að því sem húsráðandi segir til dæmis í biblíunámsstund fjölskyldunnar eða þegar þú ert í boðunarstarfinu.
Bræður sem sjá um samansafnanir ættu stundum að fjalla um eða sýna hvernig megi sýna fólki persónulegan áhuga.