Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.08 bls. 1
  • Verum „reiðubúin til sérhvers góðs verks“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Verum „reiðubúin til sérhvers góðs verks“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • Sýnum persónulegan áhuga með því að undirbúa okkur
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Undirbúningur fyrir blaðakynningu
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hvernig ættum við að nota kynningartillögur?
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – undirbúum inngangsorðin
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 5.08 bls. 1

Verum „reiðubúin til sérhvers góðs verks“

1 Jesús tók sér tíma til að undirbúa lærisveina sína áður en þeir lögðu af stað í nýja boðunarferð. (Matt. 10:5-14) Við getum náð góðum árangri ef við gefum okkur smástund til að undirbúa okkur fyrir boðunarstarfið hús úr húsi þó að við höfum öll nóg á okkar könnu. — 2. Kor. 9:6.

2 Undirbúningur: Góður undirbúningur hefst á því að við kynnum okkur vel efni þeirra rita sem við ætlum að bjóða. Þá er einnig gott að hugsa um fólkið á svæðinu. Hvað veldur því áhyggjum? Hverjar eru helstu trúarskoðanir þess? Við getum fengið góðar hugmyndir með því að skoða kynningarorðin í Ríkisþjónustu okkar og Biblíusamræðubæklingnum.

3 Það er líka gagnlegt að fylgjast vel með þegar kynningar eru sviðsettar á þjónustusamkomunum. Eftir því sem við verðum færari í að fara með kynningarorðin þurfum við minni tíma til að undirbúa okkur. En við verðum þó leiknari boðberar ef við venjum okkur á að hugsa stuttlega um kynningarorð okkar áður en við förum í boðunarstarfið og höldum síðan áfram að bæta þau. Við ættum einnig að gefa okkur tíma til að athuga að ekkert vanti í starfstöskuna.

4 Hvað getur hjálpað okkur að muna kynningarorðin? Þau festast betur í minni ef við æfum okkur upphátt. Sumar fjölskyldur nota hluta af fjölskyldunáminu til að æfa sig saman. Öðrum finnst gott að skrifa á miða úrdrátt úr kynningunni og renna augunum yfir hann rétt áður en þeir koma að dyrunum.

5 Gagnið: Góður undirbúningur gerir okkur skilvirkari og ánægðari í boðunarstarfinu. Hann hjálpar okkur að slaka á við dyrnar og dregur úr kvíða. Við getum hlustað betur á húsráðandann í stað þess að hafa áhyggjur af því hvað við ætlum að segja. Auk þess getum við boðið ritin af meiri sannfæringu ef við þekkjum efni þeirra vel.

6 Í Biblíunni erum við hvött til að vera „reiðubúin til sérhvers góðs verks“. (Tít. 3:1) Er til betra verk en að boða fagnaðarerindið? Með því að vera vel undirbúin sýnum við virðingu bæði fyrir húsráðandanum, sem tekur sér tíma til að hlusta á okkur, og Jehóva Guð sem við erum fulltrúar fyrir. — Jes. 43:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila