Tökum framförum í boðunarstarfinu – segjum þeim sem tala annað tungumál frá fagnaðarerindinu
Hvers vegna er það mikilvægt? Jehóva hefur áhuga á velferð fólks „hverrar þjóðar sem er“. (Post. 10:34, 35) Þess vegna gaf Jesús til kynna að Guðsríki yrði prédikað „um alla heimsbyggðina“ og „að allar þjóðir“ fengju að heyra það. (Matt. 24:14) Sakaría spáði því að fólk „af öllum þjóðtungum“ myndi bregðast vel við boðskapnum. (Sak. 8:23) Samkvæmt sýn Jóhannesar postula verða einstaklingar „af öllum þjóðum og kynkvíslum, lýðum og tungum“ meðal þeirra sem lifa af þrenginguna miklu. (Opinb. 7:9, 13, 14) Þegar við hittum einhvern á okkar starfssvæði sem talar annað tungumál ættum við þess vegna að reyna að segja honum frá fagnaðarerindinu.
Prófið eftirfarandi í mánuðinum:
Æfið ykkur á næsta tilbeiðslukvöldi fjölskyldunnar að segja einhverjum frá fagnaðarerindinu sem talar ekki ykkar tungumál.