„Jörðin hefur gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessi oss.“ – SÁLMUR 67:7.
Njóttu blessunar skaparans að eilífu
Guð lofaði spámanninum Abraham að „allar þjóðir heims“ myndu hljóta blessun vegna afkomanda hans. (1. Mósebók 22:18) Hvaða afkomandi yrði það?
Fyrir tæplega 2.000 árum gaf Guð Jesú Kristi, sem var afkomandi Abrahams, kraft til að vinna stórfengleg kraftaverk. Þau gáfu til kynna að loforðið sem Abraham fékk myndi ná til þjóða heims fyrir milligöngu Jesú. – Galatabréfið 3:14.
Kraftaverkin sem Jesús vann hjálpuðu fólki að skilja að það var hann sem Guð hafði valið til að blessa mannkynið. Þau sýndu einnig fram á hvernig Guð mun blessa mannkynið að eilífu fyrir milligöngu Jesú. Taktu eftir hvernig kraftaverk Jesú beina athyglinni að nokkrum aðlaðandi eiginleikum hans.
Hlýja – Jesús læknaði þá sem voru veikir.
Eitt sinn sárbændi holdsveikur maður Jesú að lækna sig. Jesús snerti manninn og sagði: „Ég vil!“ Holdsveikin hvarf samstundis. – Markús 1:40–42.
Örlæti – Jesús gaf svöngum að borða.
Jesús vildi ekki að fólk væri svangt. Oftar en einu sinni gerði hann kraftaverk og gaf þúsundum að borða með nokkrum brauðum og fáeinum fiskum. (Matteus 14:17–21; 15:32–38) Allir urðu saddir og það var mikill afgangur.
Samúð – Jesús reisti upp látna.
Jesús ,kenndi í brjósti um‘ syrgjandi ekkju og reisti upp einkason hennar, en hún átti engan annan að. – Lúkas 7:12–15.