FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | MARKÚS 13-14
Láttu ekki ótta við menn ná tökum á þér
Hvers vegna létu postularnir undan þrýstingi?
Þeir höfðu oftraust á sjálfum sér. Pétur hélt meira að segja að hann myndi sýna Jesú meiri tryggð en hinir postularnir.
Þeir héldu sér ekki vakandi til að biðja.
Hvað hjálpaði iðrunarfullum postulunum að láta ekki ótta við menn ná tökum á sér og að boða trúna þrátt fyrir andstöðu eftir upprisu Jesú?
Þeir tóku viðvörun Jesú alvarlega og þess vegna komu ofsóknir og andstaða þeim ekki á óvart.
Þeir treystu Jehóva og báðu til hans. – Post 4:24, 29.
Hvaða aðstæður gætu reynt á hugrekki okkar?