FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. MÓSEBÓK 12–14
Sáttmáli sem snertir þig
Jehóva gerði sáttmála við Abraham sem lagði lagalegan grunn að ríkinu á himnum.
Sáttmálinn virðist hafa öðlast gildi árið 1943 f.Kr. þegar Abraham fór yfir Efrat á leið til Kanaanlands.
Sáttmálinn er í gildi þangað til Messíasarríkið eyðir óvinum Guðs og færir öllum fjölskyldum á jörðinni blessun.
Jehóva blessaði Abraham fyrir sterka trú. Hvaða blessun eigum við í vændum í ljósi Abrahamssáttmálans ef við sýnum trú á loforð Jehóva?