LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Jehóva verndar fólk sitt
Fyrstu páskarnir voru afdrifaríkur atburður. Kvöldið þegar faraó hafði uppgötvað að frumburður hans var dáinn sagði hann við Móse: „Haldið af stað og farið burt frá þjóð minni, bæði þið sjálfir og Ísraelsmenn. Farið og þjónið Drottni eins og þið hafið sagt.“ (2Mó 12:31) Jehóva sýndi að hann verndar fólk sitt.
Þegar við skoðum sögu fólks Jehóva nú á dögum er augljóst að hann heldur áfram að leiða og vernda fólk sitt. Þetta kemur skýrt fram á sýningu í aðalstöðvunum sem ber heitið „Fólk sem ber nafn Jehóva“.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ SAFNIÐ Í WARWICK: „FÓLK SEM BER NAFN JEHÓVA“ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða nýstárlegu tækni fóru biblíunemendurnir að nota frá og með 1914 til að efla tiltrú á Biblíuna og með hvaða árangri?
Hvaða prófraunir þurfti söfnuður Jehóva að glíma við árið 1916 og 1918 og hvað sýndi að Jehóva leiddi söfnuðinn?
Hvernig hefur fólk Jehóva sýnt trúfesti þrátt fyrir andstöðu?
Hvaða nýja skilning fékk fólk Jehóva árið 1935 og hvaða áhrif hafði það?
Ef þú hefur séð þessa sýningu, hvað sástu sem styrkti trú þína á að Jehóva leiði og verndi fólk sitt?