LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Verum staðföst í trúnni þegar endirinn nálgast
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Mikilfenglegir atburðir munu fljótlega reyna meira en nokkru sinni fyrr á hugrekki okkar og traust á Jehóva. Þrengingin mikla hefst með eyðingu falskra trúarbragða. (Mt 24:21; Op 17:16, 17) Á þeim óróatímum gætum við þurft að boða harðan dómsboðskap. (Op 16:21) Við verðum fyrir árás Gógs frá Magóg. (Esk 38:10–12, 14–16) Jehóva svarar árásinni með því hefja ,stríðið á hinum mikla degi Guðs hins alvalda‘. (Op 16:14, 16) Til að byggja upp hugrekki fyrir þessa atburði í framtíðinni þurfum við núna að vera staðföst þegar trú okkar er reynd.
HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?
Höldum á lofti háum siðferðisstaðli Jehóva og lifum eftir honum. – Jes 5:20.
Höldum áfram að tilbiðja Jehóva ásamt fólki hans. – Heb 10:24, 25.
Verum fljót að fara eftir leiðsögn safnaðar Jehóva. – Heb 13:17.
Hugleiðum hvernig Jehóva bjargaði fólki sínu áður fyrr. – 2Pé 2:9.
Biðjum til Jehóva og treystum honum. – Sl 112:7, 8.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ ÓKOMNIR ATBURÐIR SEM KALLA Á HUGREKKI – ÚTDRÁTTUR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða prófi á hlýðni stóðu boðberar frammi fyrir þegar söfnuðurinn þeirra var endurskipulagður og boðberum var skipt í tvo söfnuði?
Hvernig tengjast hugrekki og hlýðni?
Hvers vegna þurfum við á hugrekki að halda í Harmagedón?
Undirbúðu þig núna fyrir atburði í framtíðinni sem kalla á hugrekki.
Hvaða frásaga í Biblíunni getur hjálpað okkur að styrkja trú okkar á björgunarmátt Jehóva? – 2Kr 20:1–24.