LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Vörumst að breiða út ósannindi
Nú á dögum er hægt að dreifa mjög hratt til miljóna manna upplýsingum á prenti, í útvarpi, sjónvarpi og á netinu. Þeir sem tilbiðja Guð sannleikans vilja ekki dreifa röngum upplýsingum, ekki einu sinni óafvitandi. (2Sa 7:28; 2Mó 23:1) Það getur valdið miklum skaða þegar fólk breiðir út ósannindi. Þegar þú reynir að átta þig á hvort eitthvað sé satt, skaltu velta eftirfarandi fyrir þér:
Eru upplýsingarnar byggðar á áreiðanlegum heimildum? Sá sem breiðir út söguna þekkir kannski ekki allar hliðar málsins. Sögur sem ganga manna á milli breytast óhjákvæmilega, vertu því varkár þegar þú veist ekki hvaðan sagan kemur. Fyrst þeir sem bera ábyrgð í söfnuðinum eru taldir áreiðanleg heimild þá ættu þeir að vera sérstaklega varkárir þegar þeir dreifa óstaðfestum upplýsingum.
Skaða upplýsingarnar mannorð annarra? Ef upplýsingarnar varpa skugga á mannorð einstaklings eða hóps þá er best að dreifa þeim ekki. – Okv 18:8; Fil 4:8.
Eru upplýsingarnar trúverðugar? Vertu á varðbergi þegar þú heyrir æsifregnir og ótrúlegar reynslusögur.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HVERNIG GET ÉG STÖÐVAÐ SLÚÐUR? SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig geta orð valdið skaða samkvæmt Orðskviðunum 12:18?
Hvernig hjálpar Filippíbréfið 2:4 okkur að íhuga hvernig það sem við segjum um aðra gæti haft áhrif á mannorð þeirra?
Hvað ættum við að gera þegar fólk segir eitthvað kaldhæðið eða neikvætt um aðra?
Hverju ættum við að velta fyrir okkur áður en við förum að tala um aðra?