LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Við sýnum kærleika með því að hlýða Jehóva þegar hann veitir aga
Það er söfnuðinum vernd að iðrunarlausir syndarar fá aga og er vikið úr söfnuðinum. (1Kor 5:6, 11) Við sýnum kærleika með því að hlýða Jehóva þegar hann veitir slíkan aga. En hvernig getur það verið þar sem það veldur öllum sem eiga hlut að máli tilfinningalegum sársauka, þar á meðal nánum ættingjum og dómnefndinni?
Við sýnum að okkur er fyrst og fremst annt um orðspor Jehóva og hreina staðla hans. (1Pé 1:14–16) Við sýnum líka þeim sem var vikið úr söfnuðinum kærleika. Þótt strangur agi sé sársaukafullur getur hann veitt „ávöxt sem leiðir til friðar, það er að segja réttlæti“. (Heb 12:5, 6, 11) Ef við höfum félagsskap við einhvern sem hefur verið vikið úr söfnuðinum eða hefur aðgreint sig frá söfnuðinum komum við í veg fyrir að agi Jehóva hafi tilætluð áhrif. Ekki gleyma því að Jehóva veitir fólki sínu aga „við hæfi“. (Jer 30:11) Við vonum að viðkomandi snúi aftur til Jehóva, sem er miskunnsamur faðir, en þangað til virðum við agann sem hann veitir og viðhöldum góðum andlegum venjum. – Jes 1:16–18; 55:7.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VERUM TRÚ AF HEILU HJARTA OG SVARAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvers konar sársauka glíma foreldrar við þegar barn þeirra yfirgefur Jehóva?
Hvernig getur söfnuðurinn stutt ættingja sem sýna Jehóva hollustu?
Hvaða frásaga í Biblíunni sýnir að það er mikilvægara að sýna Jehóva hollustu en fjölskyldunni?
Hvernig sýnum við Jehóva meiri hollustu en fjölskyldunni?