LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA Í BOÐUNINNI
Náðu til hjartans
Hlýðni við Guð á rætur í hjartanu. (Okv 3:1) Þess vegna verðum við að reyna að ná til hjartna áheyrenda okkar þegar við kennum þeim. Hvernig þá?
Það er ekki nóg að kenna biblíunemandanum sannindi Biblíunnar. Reyndu að hjálpa honum að tengja það sem hann lærir við líf sitt og samband sitt við Jehóva. Hjálpaðu honum að sjá hvernig meginreglur Biblíunnar endurspegla kærleika, gæsku og réttlæti Guðs. Spyrðu vingjarnlega hvað honum finnist um það sem hann er að læra. Hjálpaðu honum að sjá hvaða gagn hann gæti haft af því að leiðrétta rangt viðhorf eða losa sig við rangar venjur. Gleði þín eykst þegar þú sérð að nemandanum þykir innilega vænt um Jehóva.
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ UPPLIFÐU GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM – TAKTU FRAMFÖRUM – NÁÐU TIL HJARTANS OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvers vegna spurði Nína Jónínu: „Hefurðu hugsað meira um það sem við ræddum á mánudaginn?“
Hvernig hjálpaði Nína Jónínu að sjá að meginreglur Biblíunnar eru merki um að Jehóva þyki vænt um hana?
Ef við náum til hjarta nemandans örvar það hann til að taka framförum.
Hvernig hjálpaði Nína Jónínu að átta sig á því hvernig hún gæti látið í ljós kærleika sinn til Jehóva?