LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNINNI
Leyfðu Jehóva að hjálpa þér – nýttu þér bænina
Það er Jehóva sem lætur frækorn sannleikans skjóta rótum og vaxa í hjörtum fólks. (1Kor 3:6–9) Til þess að okkur gangi vel í boðuninni verðum við að treysta því að Jehóva hjálpi okkur og biblíunemendum okkar.
Biddu Jehóva um að hjálpa nemendum þínum að standast þrýsting og yfirstíga hindranir. (Fil 1:9, 10) Vertu markviss í bænum þínum. Biddu Jehóva að leiðbeina þér í hugsun og verki með heilögum anda sínum. (Lúk 11:13) Kenndu biblíunemendum þínum að biðja til Guðs og hvettu þá til að biðja. Biddu með þeim og nefndu þá með nafni í bænum þínum.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UPPLIFÐU GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM – LEYFÐU JEHÓVA AÐ HJÁLPA ÞÉR – BÆNIN OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða áskorun mætti Nína þegar hún var að kenna Jónínu?
Hvernig hjálpaði 1. Korintubréf 3:6 Nínu?
Hvernig leystust málin hjá Nínu?