Er til leiðarvísir að öruggri framtíð?
Eins og rætt hefur verið í greinunum að framan hefur fólk leitast við að öðlast betri framtíð með því að leggja traust sitt á örlögin, menntun og auðæfi og með því að reyna að verða betri manneskjur. Þessari nálgun má þó líkja við að styðjast við ófullkomið kort til að komast á leiðarenda. Þýðir það að enga áreiðanlega leiðsögn sé að finna um framtíðina? Nei.
LEIÐSÖGN FRÁ ÆÐRI UPPSPRETTU
Þegar við tökum ákvarðanir er okkur eðlilegt að leita ráða hjá þeim sem eru okkur eldri og vitrari. Okkur stendur til boða áreiðanleg leiðsögn inn í framtíðina frá aðila sem er miklu eldri og vitrari en við. Ráð hans hafa borist okkur í safni heilagra rita sem byrjað var að skrifa fyrir um það bil 3.500 árum. Þetta ritasafn er bók sem nefnist Biblían.
Hvers vegna geturðu treyst Biblíunni? Vegna þess að höfundur hennar er elsta og vitrasta veran í öllum alheiminum. Honum er lýst sem ‚Hinum aldna‘ sem er „frá eilífð til eilífðar“. (Daníel 7:9; Sálmur 90:2) Hann er „skapari himins, hinn sanni Guð, hann sem mótaði jörðina“. (Jesaja 45:18) Hann kynnir sjálfan sig undir nafninu Jehóva. – Sálmur 83:18.
Þar sem Biblían er bók frá skapara alls mannkyns upphefur hún ekki eina menningu eða kynþátt yfir annan. Ráð hennar eiga alltaf við og þau hafa reynst gagnleg fyrir fólk í öllum löndum. Hún er til á fleiri tungumálum og er útbreiddari en nokkur önnur bók.a Þess vegna á fólk auðvelt með að skilja hana og njóta leiðsagnar hennar hvar sem það býr. Þessar staðreynir styðja fullyrðingu Biblíunnar sjálfrar:
„Guð mismunar ekki fólki heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.“ – POSTULASAGAN 10:34, 35.
Rétt eins og kærleiksríkt foreldri sem sér börnum sínum fyrir leiðsögn í lífinu er Jehóva Guð ástríkur faðir sem býðst til að leiðbeina okkur með hjálp Biblíunnar. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Þú getur treyst orði hans. Þegar allt kemur til alls skapaði hann okkur og veit því hvaða lífsstefna er okkur fyrir bestu.
Hvað þarftu að gera til að eignast þessa framtíð? Skoðaðu næstu grein.
a Til að fá frekari upplýsingar um þýðingu og dreifingu Biblíunnar getur þú farið inn á www.jw.org og skoðað flettuna BIBLÍAN OG LÍFIÐ > MANNKYNSSAGAN OG BIBLÍAN.
b Til að sjá fleiri dæmi getur þú horft á myndbandið Uppfylltir spádómar – 11. kafli Daníels. Það má finna á www.jw.org undir flettunni BÓKASAFN > MYNDBÖND > BIBLÍAN > BIBLÍUSÖGUR.