Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp21 Nr. 3 bls. 12-14
  • Er til leiðarvísir að öruggri framtíð?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er til leiðarvísir að öruggri framtíð?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • LEIÐSÖGN FRÁ ÆÐRI UPPSPRETTU
  • Hvað segir Biblían?
    Vaknið! – 2017
  • Rétt og rangt: Biblían – traustur leiðarvísir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2024
  • Hvar finnur þú trúverðuga leiðsögn?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Hvernig lítur þú á Biblíuna?
    Hvernig lítur þú á Biblíuna?
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
wp21 Nr. 3 bls. 12-14
Maður les í Biblíunni.

Er til leiðarvísir að öruggri framtíð?

Eins og rætt hefur verið í greinunum að framan hefur fólk leitast við að öðlast betri framtíð með því að leggja traust sitt á örlögin, menntun og auðæfi og með því að reyna að verða betri manneskjur. Þessari nálgun má þó líkja við að styðjast við ófullkomið kort til að komast á leiðarenda. Þýðir það að enga áreiðanlega leiðsögn sé að finna um framtíðina? Nei.

LEIÐSÖGN FRÁ ÆÐRI UPPSPRETTU

Þegar við tökum ákvarðanir er okkur eðlilegt að leita ráða hjá þeim sem eru okkur eldri og vitrari. Okkur stendur til boða áreiðanleg leiðsögn inn í framtíðina frá aðila sem er miklu eldri og vitrari en við. Ráð hans hafa borist okkur í safni heilagra rita sem byrjað var að skrifa fyrir um það bil 3.500 árum. Þetta ritasafn er bók sem nefnist Biblían.

Hvers vegna geturðu treyst Biblíunni? Vegna þess að höfundur hennar er elsta og vitrasta veran í öllum alheiminum. Honum er lýst sem ‚Hinum aldna‘ sem er „frá eilífð til eilífðar“. (Daníel 7:9; Sálmur 90:2) Hann er „skapari himins, hinn sanni Guð, hann sem mótaði jörðina“. (Jesaja 45:18) Hann kynnir sjálfan sig undir nafninu Jehóva. – Sálmur 83:18.

Þar sem Biblían er bók frá skapara alls mannkyns upphefur hún ekki eina menningu eða kynþátt yfir annan. Ráð hennar eiga alltaf við og þau hafa reynst gagnleg fyrir fólk í öllum löndum. Hún er til á fleiri tungumálum og er útbreiddari en nokkur önnur bók.a Þess vegna á fólk auðvelt með að skilja hana og njóta leiðsagnar hennar hvar sem það býr. Þessar staðreynir styðja fullyrðingu Biblíunnar sjálfrar:

„Guð mismunar ekki fólki heldur tekur hann á móti hverjum þeim sem óttast hann og gerir rétt, sama hverrar þjóðar hann er.“ – POSTULASAGAN 10:34, 35.

Rétt eins og kærleiksríkt foreldri sem sér börnum sínum fyrir leiðsögn í lífinu er Jehóva Guð ástríkur faðir sem býðst til að leiðbeina okkur með hjálp Biblíunnar. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Þú getur treyst orði hans. Þegar allt kemur til alls skapaði hann okkur og veit því hvaða lífsstefna er okkur fyrir bestu.

ÁREIÐANLEGUR LEIÐARVÍSIR

Myndir: 1. Maður í neðanjarðarlest les í snjallsíma sínum. 2. Á skjánum hans má sjá Biblíuna.

Við getum treyst því að Biblían sé áreiðanlegur leiðarvísir fyrir framtíðina vegna þess að fyrir um 2.000 árum sagði hún bæði fyrir um atburði og hegðun fólks sem er ríkjandi nú á dögum.

ATBURÐIR

„Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki. Það verða miklir jarðskjálftar, og hungursneyðir og drepsóttir verða á einum stað eftir annan.“ – LÚKAS 21:10, 11.

HEGÐUN

„Á síðustu dögum verða hættulegir og erfiðir tímar. Menn verða eigingjarnir, elska peninga, verða montnir, hrokafullir, lastmálir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, ótrúir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberar, hafa enga sjálfstjórn, grimmir, elska ekki hið góða, sviksamir, þverir, yfirlætisfullir og elska nautnir frekar en Guð.“ – 2. TÍMÓTEUSARBRÉF 3:1–4.

Hvaða ályktun dregur þú þegar þú sérð að Biblían lýsti fyrir svona löngu síðan nákvæmlega því sem er að gerast á okkar tímum? Þú getur ábyggilega tekið undir með Leung frá Hong Kong sem segir: „Spádómar Biblíunnar voru skráðir fyrir óralöngu síðan. Það er óhugsandi að menn hefðu getað sagt svona nákvæmlega fyrir um þessa hluti. Biblían hlýtur að vera innblásin af einhverjum sem er okkur langtum æðri.“

Biblían inniheldur hundruð spádóma sem hafa ræst.b Þeir færa heim sanninn um að Biblían sé í raun orð Guðs. „Ég er Guð og enginn er til sem líkist mér,“ segir Jehóva. „Ég boðaði endalokin frá upphafi.“ (Jesaja 46:9, 10) Þú hefur því góða ástæðu til að treysta því sem Biblían segir um framtíðina.

LEIÐSÖGN SEM GAGNAST ÞÉR NÚ OG AÐ EILÍFU

Foreldrar ásamt tveim börnum sínum leiðast glöð í bragði yfir grasflöt.

Þegar þú fylgir leiðsögninni sem er að finna í orði Guðs gerir þú sjálfum þér gott. Hugleiddu nokkur dæmi um það.

JAFNVÆGI Í VIÐHORFI TIL PENINGA OG VINNU

„Betri er hnefafylli af hvíld en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ – PRÉDIKARINN 4:6.

FJÖLSKYLDULÍF

„Hver og einn [á] að elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig en konan beri djúpa virðingu fyrir manni sínum.“ – EFESUSBRÉFIÐ 5:33.

MANNLEG SAMSKIPTI

„Láttu af reiðinni og segðu skilið við heiftina, hafðu hemil á þér svo að þú gerir ekkert illt.“ – SÁLMUR 37:8.

Það er þér til góðs núna að fara eftir því sem Biblían segir og það opnar fyrir þér bjarta framtíð. Biblían inniheldur loforð Guðs um dásamlega framtíð sem felur í sér eftirfarandi:

FRIÐUR OG ÖRYGGI

Þeir „gleðjast yfir miklum friði“. – SÁLMUR 37:11.

HÚSNÆÐI OG MATUR FYRIR ALLA

„Menn munu byggja hús og búa í þeim og planta víngarða og neyta ávaxta þeirra.“ – JESAJA 65:21.

SJÚKDÓMAR OG DAUÐI HEYRA SÖGUNNI TIL

„Dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ – OPINBERUNARBÓKIN 21:4.

Hvað þarftu að gera til að eignast þessa framtíð? Skoðaðu næstu grein.

a Til að fá frekari upplýsingar um þýðingu og dreifingu Biblíunnar getur þú farið inn á www.jw.org og skoðað flettuna BIBLÍAN OG LÍFIÐ > MANNKYNSSAGAN OG BIBLÍAN.

b Til að sjá fleiri dæmi getur þú horft á myndbandið Uppfylltir spádómar – 11. kafli Daníels. Það má finna á www.jw.org undir flettunni BÓKASAFN > MYNDBÖND > BIBLÍAN > BIBLÍUSÖGUR.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila