Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp22 Nr. 1 bls. 8-9
  • 2 | Hefnum okkar ekki

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 2 | Hefnum okkar ekki
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2022
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Biblían segir:
  • Hvað merkir það?
  • Hvað getur þú gert?
  • Hvað segir Biblían um hefnd?
    Biblíuspurningar og svör
  • Ég var fullur gremju og beitti aðra ofbeldi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Við getum sigrast á hatri!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2022
  • Hvernig er hægt að rjúfa vítahring haturs?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2022
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2022
wp22 Nr. 1 bls. 8-9
Tveir reiðir menn sitja hvor á móti öðrum á sitthvorri trjágreininni. Þeir saga báðir greinina sem þeir sitja á.

HVERNIG ER HÆGT AÐ RJÚFA VÍTAHRING HATURS?

2 | Hefnum okkar ekki

Biblían segir:

„Gjaldið engum illt með illu … Ef hægt er skuluð þið halda frið við alla menn að svo miklu leyti sem það er á ykkar valdi. Hefnið ykkar ekki sjálf … því að skrifað er: ‚„Mín er hefndin, ég mun endurgjalda,“ segir Jehóva.‘“ – RÓMVERJABRÉFIÐ 12:17–19.

Hvað merkir það?

Þótt það sé eðlilegt að finna til reiði þegar við erum beitt órétti vill Guð ekki að við hefnum okkar. Hann hvetur okkur til að bíða þess tíma þegar hann leiðréttir allt óréttlæti. – Sálmur 37:7, 10.

Hvað getur þú gert?

Þegar ófullkomið fólk hefnir sín kemur það af stað vítahring haturs. Ef einhver móðgar þig eða gerir þér mein skaltu því ekki gjalda í sömu mynt. Reyndu að hafa stjórn á tilfinningum þínum og bregðast friðsamlega við. Í sumum tilfellum gæti verið best að láta málið niður falla. (Orðskviðirnir 19:11) En stundum er augljóslega best að gera eitthvað í málinu. Ef þú ert til dæmis fórnarlamb glæps gætirðu tilkynnt hann til lögreglu eða viðkomandi stofnunar.

Hefnigirni er sjálfum okkur til tjóns.

En hvað ef ekki virðist vera nein friðsöm leið til að leysa vandamálið? Eða ef þú hefur reynt allt sem í þínu valdi stendur til að leysa málið á friðsaman hátt? Ekki hefna þín. Það gerir málin trúlega erfiðari. Þú skalt frekar rjúfa vítahring haturs með því að læra að treysta leið Jehóva til að leysa vandamálið. „Treystu honum og hann mun hjálpa þér.“ – Sálmur 37:3–5.

Reynslusaga – ADRIÁN

Sigraðist á hefndarþorsta

Adrián.

Þegar Adrián var unglingur var hann ofbeldisfullur slagsmálahundur og mjög hefnigjarn. Hann segir: „Ég lenti oftar en einu sinni í skotbardaga. Nokkrum sinnum lá ég alblóðugur í götunni og var skilinn eftir nær dauða en lífi.“

Adrián fór að kynna sér Biblíuna þegar hann var 16 ára. Hann segir: „Eftir því sem ég fékk betri skilning á Biblíunni fannst mér ég knúinn til að gera breytingar á sjálfum mér.“ Hann þurfti að losa sig við hatur og hætta að beita ofbeldi. Það sem segir í Rómverjabréfinu 12:17–19 varðandi hefnigirni reyndist honum sérstaklega gagnlegt. Hann segir: „Ég viðurkenndi að Jehóva Guð mun sjálfur koma á réttlæti þegar hann telur það tímabært. Smám saman lagði ég af ofbeldisfulla hegðun.“

Kvöld eitt réðst fyrrverandi óvinagengi á hann. Foringinn hrópaði: „Verðu þig!“ Adrián viðurkennir: „Ég brann í skinninu að hefna mín.“ En þess í stað fór hann með stutta bæn til Jehóva og yfirgaf svæðið.

Adrián heldur áfram: „Daginn eftir rakst ég aftur á forsprakka gengisins. Löngunin til að hefna mín ólgaði innra með mér en aftur bað ég Jehóva að hjálpa mér að hafa stjórn á mér. Það kom mér á óvart þegar strákurinn kom til mín og sagði: ‚Fyrirgefðu það sem gerðist í gærkvöldi. Í sannleika sagt langar mig til að verða eins og þú. Ég vil kynna mér Biblíuna.‘ Mikið var ég glaður að hafa náð að halda aftur af reiðinni. Það varð til þess að ég gat hjálpað honum að kynna sér Biblíuna.“

Þú getur lesið meira um sögu Adriáns í Varðturninum nr. 5 2016, bls. 14 og 15.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila