NÁMSVERKEFNI
Þeir sem eru trúfastir halda heit sín
Lestu Dómarabókina 11:30–40 til að sjá hvað frásagan af Jefta og dóttur hans kennir okkur um að halda heit okkar.
Skoðaðu samhengið. Hvernig litu trúfastir Ísraelsmenn á heit sem þeir gáfu Jehóva? (4. Mós. 30:2) Hvernig sýndu Jefta og dóttir hans sterka trú? – Dóm. 11:9–11, 19–24, 36.
Grafðu dýpra. Hverju hét Jefta Jehóva og hvað átti hann við? (w16.04 7 gr. 12) Hverju þurftu Jefta og dóttir hans að fórna til að standa við heitið? (w16.04 7–8 gr. 14-16) Hvers konar heit gætu þjónar Guðs unnið nú á dögum? – w17.04 5–8 gr. 10–19.
Dragðu lærdóm af frásögunni. Spyrðu þig:
Hvað getur hjálpað mér að halda vígsluheit mitt? (w20.03 13 gr. 20)
Hverju get ég fórnað til að gera enn meira fyrir Jehóva?
Hvað getur hjálpað mér að halda hjúskaparheit mitt? (Matt. 19:5, 6; Ef. 5:28–33)