PRÓFAÐU ÞETTA
Nýttu þér millivísanirnar
Millivísanirnar í Nýheimsþýðingu Biblíunnar sýna innra samræmi hennar með því að vísa á vers sem tengjast efninu og veita meiri upplýsingar um það. Millivísanir eru merktar með litlum bókstaf. Í prentaðri útgáfu Biblíunnar finnurðu samsvarandi bókstaf í dálk fyrir miðju blaðsíðunnar. Í JW Library-appinu skaltu ýta á bókstafinn til að sjá biblíuversið.
Millivísanirnar beina þér inn á efni af margvíslegu tagi eins og sjá má hér að neðan:
Samsvarandi frásögn: Millivísun vísar í aðra frásögu af sama atburði. Sjá 2. Samúelsbók 24:1 og 1. Kroníkubók 21:1.
Tilvitnun: Vísunin sýnir hvaðan setning eða orðalag kemur. Sjá Matteus 4:4 og 5. Mósebók 8:3.
Uppfylltir spádómar: Millivísun vísar á uppfyllingu spádóms. Sjá Matteus 21:5 og Sakaría 9:9.