Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 138
  • Hvað segir Biblían um risaeðlur?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað segir Biblían um risaeðlur?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hvað kom fyrir forneðlurnar?
    Vaknið! – 1990
  • Forneðlurnar ólíkar að útliti og stærð
    Vaknið! – 1990
  • Risaeðlur fortíðarinnar koma fram í dagsljósið
    Vaknið! – 1990
  • Horft á heiminn
    Vaknið! – 2006
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 138
Risaeðlur

Hvað segir Biblían um risaeðlur?

Svar Biblíunnar

Biblían minnist hvergi beint á risaeðlur. En hún segir samt að Guð hafi ‚skapað allt‘ þannig að það er ljóst að þær eru þar á meðal.a (Opinberunarbókin 4:11) Í Biblíunni er minnst á hópa dýra sem geta innifalið risaeðlur:

  • ‚Stór sjávardýr‘ eða ‚sæskrímsli‘. – 1. Mósebók 1:21, neðanmáls.

  • „Öll dýr sem skríða á jörðinni.“ – 1. Mósebók 1:25.

  • „Villtu dýrin.“ – 1. Mósebók 1:25.

Þróuðust risaeðlur af öðrum dýrum?

Risaeðlur birtast skyndilega í steingervingasögunni en ekki stig af stigi eins og þróun gerir ráð fyrir. Það er í samræmi við það sem segir í Biblíunni um að Guð hafi skapað öll dýr. Í Sálmi 146:6 er talað um hann sem „skapara himins og jarðar, hafsins og alls sem þar er“.

Hvenær voru risaeðlur á jörðinni?

Í Biblíunni er talað um að sjávardýr og landdýr hafi verið sköpuð á fimmta og sjötta degi sköpunarinnar.b (1. Mósebók 1:20–25, 31) Það gefur til kynna að risaeðlur hafi komið fram á sjónarsviðið og verið á jörðinni um langan tíma.

Voru behemót og Levjatan risaeðlur?

Nei. Þótt það sé ekki hægt að segja með vissu hvaða dýr þetta voru er yfirleitt álitið að behemót sé flóðhestur og Levjatan krókódíll. Það kemur heim og saman við lýsinguna á þeim í Biblíunni. (Jobsbók 40:15–23; 41:1, 14–17, 31) Behemót og Levjatan geta alla vega ekki hafa verið risaeðlur. Guð sagði Job að virða þessi dýr fyrir sér og hann var uppi löngu eftir að risaeðlur hurfu af sjónarsviðinu. – Jobsbók 40:16; 41:8.

Hvað varð um risaeðlurnar?

Í Biblíunni er hvergi minnst á brotthvarf risaeðlanna. Þar segir hins vegar að allt hafi verið skapað ‚að vilja Guðs‘ þannig að risaeðlurnar þjónuðu ákveðnum tilgangi í sköpun hans. (Opinberunarbókin 4:11) Þegar þeim tilgangi var náð leyfði hann að þær dæju út.

a Steingervingasagan sýnir fram á að risaeðlur voru til. Steingervingar sýna að um tíma voru mjög margar risaeðlur á jörðinni af mismunandi stærð og lögun.

b Orðið „dagur“ getur átt við tímabil sem stendur um þúsundir ára. – 1. Mósebók 1:31; 2:1–4; Hebreabréfið 4:4, 11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila