Söngur 112
Jehóva Guð, hinn mikli
Prentuð útgáfa
1. Jehóva mikli, lífgjafinn ljúfi,
lofgjörð þú einn verðskuldar,
leiðir þínar réttlátar.
Hásæti þitt á réttvísi reisir,
ríkir þú til eilífðar.
2. Máir burt afbrot, misgjörðir, syndir,
miskunnsamur mildum ert,
marga hefur ást þín snert.
Réttvísi sýnir, umhyggju, ástúð,
allt það sem þú hefur gert.
3. Englar og menn því upphefji nafn þitt,
eilíflega helgist það,
aldrei framar afneitað.
Brátt lætur ríkið réttlátt þinn vilja
ríkja hér á hverjum stað.
(Sjá einnig 5. Mós. 32:4; Orðskv. 16:12; Matt. 6:10; Opinb. 4:11.)