SÖNGUR 50
Vígslubæn mín
Prentuð útgáfa
1. Þiggðu hjarta mitt sem má
meta visku himni frá.
Þiggðu lofsöng minn og mál,
miklar nafn þitt öll mín sál.
2. Hendur þér og fætur fel,
feta þína slóð ég vel.
Dýrmætin að gjöf þér gef,
gjafmildi mér tamið hef.
3. Hér er líf mitt, þiggðu það,
þínum vilja laga að.
Þiggðu mig, þá allur er
auðsveipur í hendi þér.
(Sjá einnig Sálm 40:9; Jóh. 8:29; 2. Kor. 10:5.)