FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 23–24
Ekki fylgja fjöldanum
Jehóva varaði vitundarvotta og dómara í dómsmálum við því að láta meirihlutann hafa áhrif á sig og bera ljúgvitni eða dæma ranglega. Þetta á líka við á öðrum sviðum lífsins. Fólk Guðs er undir stöðugum þrýstingi að tileinka sér óguðlegan hugsanahátt og hegðun þessa heims. – Róm 12:2.
Hvers vegna er óviturlegt að fylgja fjöldanum þegar við:
heyrum orðróm eða slúður sem á ekki við rök að styðjast?
veljum okkur föt, hárgreiðslu eða afþreyingu?
hugsum um eða höfum samskipti við fólk af annars konar kynþætti, menningu eða efnahag heldur en við?