Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
mwb17 desember bls. 5
LÍF OKKAR OG BOÐUN
Nýjung á samkomunni í miðri viku
Í janúar 2018 verður kynnt til sögunnar nýjung á samkomunni í miðri viku. Um er að ræða skýringar og margmiðlunarefni sem er að finna í námsútgáfu Nýheimsþýðingarinnar á Netinu (nwtsty) þótt námsútgáfan sé ekki enn til á þínu tungumáli. Þessar upplýsingar eiga án efa eftir að gera undirbúning þinn fyrir samkomur innihaldsríkari. En það sem skiptir enn meira máli er að það getur dregið þig nær kærleiksríkum föður okkar, Jehóva.