Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb17 desember bls. 5
  • Nýjung á samkomunni í miðri viku

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nýjung á samkomunni í miðri viku
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
  • Svipað efni
  • Sigurreið Krists inn í Jerúsalem
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • A7-G Helstu atburðir í ævi Jesú á jörð – síðustu dagar Jesú í Jerúsalem (1. hluti)
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Jehóva metur mikils að þú segir amen
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
mwb17 desember bls. 5
Matteusarguðspjall í námsútgáfu Nýheimsþýðingarinnar á Netinu

LÍF OKKAR OG BOÐUN

Nýjung á samkomunni í miðri viku

Í janúar 2018 verður kynnt til sögunnar nýjung á samkomunni í miðri viku. Um er að ræða skýringar og margmiðlunarefni sem er að finna í námsútgáfu Nýheimsþýðingarinnar á Netinu (nwtsty) þótt námsútgáfan sé ekki enn til á þínu tungumáli. Þessar upplýsingar eiga án efa eftir að gera undirbúning þinn fyrir samkomur innihaldsríkari. En það sem skiptir enn meira máli er að það getur dregið þig nær kærleiksríkum föður okkar, Jehóva.

SKÝRINGAR

Skýringarnar veita okkur menningarlegar, landfræðilegar og málvísindalegar upplýsingar um mörg biblíuvers.

Matteus 12:20

Dapraður hörkveikur: Algengur lampi á heimilum var lítið leirker fyllt með ólífuolíu. Olían viðhélt loganum í gegnum hörkveik. Gríska orðasambandið „dapraður hörkveikur“ á hugsanlega við kveik sem ósar því ennþá er glóð í honum en loginn er að dofna eða slokkna. Í spádóminum í Jesaja 42:3 er sagt fyrir um samúð Jesú. Hann myndi aldrei slökkva síðasta vonarneistann hjá auðmjúku fólki sem hefur orðið fyrir kúgun.

Matteus 26:13

Sannlega: Á grísku amenʹ og er þýðing á hebreska orðinu amenʹ sem merkir „verði svo“. Jesús notaði þetta orð oft þegar hann hóf máls á einhverju eins og loforði eða spádómi og lagði með því áherslu á sannleiksgildi og áreiðanleika orða sinna. Það er talið einstakt í helgum ritum hvernig Jesús notar orðið „sannlega“ eða amen. Þegar það er endurtekið (amenʹ amenʹ) eins og kemur víða fyrir í Jóhannesarguðspjalli er það þýtt „svo sannarlega“ í Nýheimsþýðingunni. – Jóh 1:51.

MARGMIÐLUN

Ljósmyndir, myndir, myndskeið án hljóðs og teiknimyndir sem útskýra mismunandi smáatriði sem er að finna í Biblíunni.

Betfage, Olíufjallið og Jerúsalem

Í þessu myndskeiði er fylgt leið sem liggur til Jerúsalem frá austri, frá þeim stað sem þorpið et-Tur stendur nú á dögum. Það er talið standa á þeim stað sem þorpið Betfage var á biblíutímanum, á einni hæstu hæð Olíufjallsins. Betanía er austur af Betfage í austurhlíðum Olíufjallsins. Þegar Jesús og lærisveinar hans voru í Jerúsalem gistu þeir í Betaníu þar sem nú er bærinn el‛Azariyeh (El ‛Eizariya). Þetta er arabískt nafn og merkir „Staður Lasarusar“. Jesús dvaldist án efa á heimil Mörtu, Maríu og Lasarusar. (Matt 21:17; Mrk 11:11; Lúk 21:37; Jóh 11:1) Þegar hann ferðaðist frá heimili þeirra til Jerúsalem gæti hann hafa fylgt svipaðri leið og sýnd er í myndskeiðinu. Þann 9. nísan árið 33 fór Jesús ríðandi á ösnufola frá Olíufjallinu til Jerúsalem, hugsanlega veginn sem liggur frá Betfage til Jerúsalem.

Leið sem Jesús gæti hafa farið frá Betfage til Jerúsalem
  1. Vegurinn frá Betaníu til Betfage

  2. Betfage

  3. Olíufjallið

  4. Kedrondalur

  5. Musterishæð

Nagli í hælbeini

Nagli sem hefur verið rekinn í gegnum hælbein af manni

Þetta er ljósmynd af hluta úr hælbeini úr manni sem 11,5 cm járnnagli var rekinn í gegnum. Upprunalegi gripurinn fannst árið 1968 við uppgröft í norðurhluta Jerúsalem og er talinn frá tímum Rómverja. Með honum staðfestir fornleifafræðin að naglar voru að öllum líkindum notaðir við aftökur til að festa hinn dauðadæmda á tréstaur. Þetta gæti verið nagli svipaður þeim sem rómverskir hermenn notuðu þegar þeir festu Jesú á staur. Gripurinn fannst í kistli úr steini sem kallast beinakistill. Í hann voru sett þurrkuð bein látins manns eftir að holdið rotnaði. Þetta gefur til kynna að sá sem var tekinn af lífi á staur gat fengið greftrun. – Matt 27:35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila