Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • brwp120301 bls. 5
  • „Þeir tilheyra ekki heiminum“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Þeir tilheyra ekki heiminum“
  • Varðturninn: Hvað auðkennir sanna kristni?
  • Svipað efni
  • Kristnir menn og nútímasamfélag
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Vottar Jehóva og helförin – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hvers vegna átti helförin gegn Gyðingum sér stað? Hvers vegna kom Guð ekki í veg fyrir hana?
    Biblíuspurningar og svör
  • „Þeir eru ekki af heiminum“
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
Sjá meira
Varðturninn: Hvað auðkennir sanna kristni?
brwp120301 bls. 5

„Þeir tilheyra ekki heiminum“

„Heimurinn hefur hatað þá því að þeir tilheyra ekki heiminum.“ – JÓHANNES 17:14.

Hvað þýðir það? Jesús var hlutlaus í stjórnmála- og þjóðfélagsdeilum. „Ef ríki mitt tilheyrði þessum heimi,“ sagði hann, „hefðu þjónar mínir barist svo að ég yrði ekki látinn í hendur Gyðinga. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“ (Jóhannes 18:36) Hann hvatti fylgjendur sína einnig til að forðast viðhorf, tal og hegðun sem Biblían fordæmir. – Matteus 20:25–27.

Hvernig fylgdu kristnir menn á fyrstu öld þessu fordæmi? Að sögn Jonathans Dymond, höfundar sem skrifar um trúmál, neituðu frumkristnir „að taka þátt í hernaði, hvaða afleiðingar sem það hefði – ásakanir, fangelsun eða dauða“. Þeir kusu frekar að þjást en slaka á hlutleysi sínu. Siðferðismælikvarðinn sem þeir fylgdu aðgreindi þá einnig. Kristnu fólki var sagt: „Fólk furðar sig á að þið hlaupið ekki með því í sama ólifnaði og siðspillingu og áður, og talar því illa um ykkur.“ (1. Pétursbréf 4:4) Sagnfræðingurinn Will Durant skrifaði að kristið fólk „angraði skemmtanasjúkan heiðinn heim með guðhræðslu sinni og siðsemi“.

Hverjir fylgja þessu fordæmi nú á dögum? Varðandi kristið hlutleysi segir New Catholic Encyclopedia: „Neitun af samviskuástæðum er siðferðilega óverjandi.“ Grein í blaðinu Reformierte Presse greinir frá því að skýrsla mannréttindasamtakanna African Rights um þjóðarmorðið í Rúanda 1994 sanni að öll trúfélög nema Vottar Jehóva hafi tekið þátt í átökunum.

Þegar kennari í framhaldskóla fjallaði um helför nasista harmaði hann að „engin hópur almennra borgara mælti á móti þeirri gríðarlegu lygi, miskunnrleysi og að lokum þeim óhæfuverkum“ sem áttu sér stað. Eftir að hafa fengið upplýsingar hjá Holocaust Museum í Bandaríkjunum skrifaði hann: „Nú veit ég betur.“ Hann komst að því að vottar Jehóva stóðu staðfastir í trú sinni þrátt fyrir grimmilega meðferð.

Hvað með siðferðismælikvarða þeirra? „Meirihluti ungra kaþólikka er ósammála kenningum kirkjunnar varðandi sambúð og kynlíf fyrir hjónaband,“ segir í tímaritinu U.S. Catholic. Blaðamaðurinn vitnar í djákna í kirkjunni sem sagði: „Stór hluti fólks, ég giska vel yfir 50 prósent, býr saman þegar það giftir sig.“ New Encyclopædia Brittanica bendir á að vottar Jehóva „geri kröfu um háan siðferðismælikvarða í hegðun“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila