Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.00 bls. 1
  • „Erfiði yðar er ekki árangurslaust“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Erfiði yðar er ekki árangurslaust“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Kemur vinnan í veg fyrir að þú prédikir?
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Af hverju ættum við öll að lofa Guð?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 6.00 bls. 1

„Erfiði yðar er ekki árangurslaust“

1 Það er uppörvandi að hugsa til þess! Þú erfiðar ekki í þjónustu Jehóva til einskis. (1. Kor. 15:58) Hugsaðu þér þó hvernig fólk stritar til að reyna að bæta stöðu sína eða fjárhag. Það stundar kannski framhaldsnám í mörg ár eða þrælar sér út til að komast í álnir. En sökum þess að „tími og tilviljun mætir . . . öllum“ hljóta þeir ef til vill aldrei þá upphefð sem þeir sækjast eftir, eða neyðast til að sætta sig við mun færri efnisgæði en þeir vildu. Viðleitni þeirra er til einskis, rétt eins og „eftirsókn eftir vindi.“ (Préd. 1:14; 9:11) Þess vegna er nauðsynlegt að vera síauðug í því eina verki, sem ekki er til einskis, af því að það hefur varanlegt gildi!

2 Eina starfið sem skiptir máli: Prédikun fagnaðarerindisins um Guðsríki er mikilvægasta starfið á jörðinni. Þetta verk þarf að vinna hvort sem fólk hlustar eða ekki. Við viljum geta sagt eins og Páll: „Ekki er mig um að saka, þótt einhver glatist, því að ég hef boðað yður allt Guðs ráð og ekkert dregið undan.“ — Post. 20:26, 27.

3 Það er mikið gleðiefni þegar fólk hlustar á og tekur vel við boðskapnum um ríkið! Ung kona, sem missti frænku sína, velti fyrir sér hvar frænkan væri stödd — á himnum eða í helvíti. Hún bað til Guðs um hjálp og studdist við nafnið Jehóva eins og systir hennar hafði kennt henni. Fljótlega fór hún að kynna sér Biblíuna og sækja samkomur. Viðhorf hennar til lífsins breyttist og hún sleit tengslin við götuklíkur. Hún hætti að reykja, neyta fíkniefna og stela. Hún viðurkennir: „Það var bara kærleikurinn til Jehóva sem kom mér til að snúa baki við svona slæmu líferni. Aðeins Jehóva gat af mikilli miskunn sinni veitt mér von um eilíft líf.“ Hún ver lífi sínu ekki lengur til einskis.

4 Jafnvel þegar fólk neitar að hlusta áorkar þú samt nokkru sem er tilvinnandi. Það veit að vottar Jehóva hafa heimsótt það. Ráðvendni þín, trúfesti og kærleikur eru staðfest. Er erfiði þitt í verki Drottins því árangurslaust? Því fer fjarri!

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila