Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.00 bls. 1
  • Verið „örlátir, fúsir að miðla öðrum“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Verið „örlátir, fúsir að miðla öðrum“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • ‚Verið ríkir af góðum verkum‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Vertu örlátur og gerðu gott
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Það veitir gleði að vinna með Guði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Þakklát fyrir það sem við höfum
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 6.00 bls. 1

Verið „örlátir, fúsir að miðla öðrum“

1 Fyrir mörgum öldum síðan sagði Páll postuli Tímóteusi að hvetja trúbræður sína til að „gjöra gott, vera ríkir af góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum.“ (1. Tím. 6:18) Páll minnti einnig kristnu Hebreanna á að gleyma ekki „velgjörðaseminni og hjálpseminni.“ (Hebr. 13:16) Af hverju gaf hann þessar leiðbeiningar? Af því að hann vissi að „vegsemd, heiður og frið hlýtur sérhver sá er gjörir hið góða.“ — Rómv. 2:10.

2 Jehóva Guð á alla hluti vegna þess að hann hefur skapað þá. (Opinb. 4:11) Við kunnum vissulega vel að meta hvernig hann notar eigur sínar í okkar þágu. Þrátt fyrir vanþakkæti margra heldur hinn hæsti áfram að leyfa öllum að njóta hinnar ríkulegu ráðstöfunar til viðhalds lífi. (Matt. 5:45) Hann gaf jafnvel ástkæran son sinn að fórn svo að við gætum öðlast eilíft líf. Ætti kærleikurinn, sem okkur hefur verið sýndur, ekki að knýja okkur til að sýna þakklæti með því að vera örlát við náungann? — 2. Kor. 5:14, 15.

3 Hverju getum við miðlað? Það er viðeigandi að við notum eigur okkar á þann hátt sem er Guði þóknanlegur. Vissulega viljum við styðja starf Guðsríkis bæði efnislega og andlega. Fagnaðarerindið er að sjálfsögðu dýrmætasti fjársjóðurinn sem nokkur getur átt því að það er „kraftur Guðs til hjálpræðis.“ (Rómv. 1:16) Með því að vera örlát á tíma okkar og efni í hverjum mánuði í þeim tilgangi að taka þátt í prédikunar- og kennslustarfinu, getum við miðlað öðrum þessum andlega fjársjóði, sem hefur í för með sér eilíft líf fyrir þá.

4 Jehóva er mjög ánægður þegar við aðstoðum þá sem hafa úr litlu að spila. Hann lofar að blessa okkur og minnir okkur einnig á að „auðæfi stoða ekki á degi reiðinnar, en réttlæti frelsar frá dauða.“ (Orðskv. 11:4; 19:17) Að styðja starf Guðsríkis efnislega og að eiga fullan þátt í að prédika fagnaðarerindið er frábær leið til að sýna að við erum örlát og fús til að miðla öðrum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila