Hvað getur hjálpað okkur að standa stöðug í trúnni?
1 Allt frá því að við tengdumst skipulagi Jehóva hafa andlegar framfarir okkar verið okkur gleðiefni. En áframhaldandi andlegur vöxtur er forsenda þess að vera ‚rótfestur, uppbyggður og staðfastur í trúnni.‘ (Kól. 2:6, 7) Flestir hafa dafnað andlega en sumir hafa borist afleiðis af því að þeir hafa ekki ‚staðið stöðugir í trúnni.‘ (1. Kor. 16:13) Hvernig getum við forðast að slíkt hendi okkur?
2 Stöðug andleg starfsemi: Komdu þér upp góðri andlegri dagskrá. Skipulag Jehóva fullnægir ríkulega andlegum þörfum okkar. Safnaðarsamkomur og mót auka staðfestu okkar og andlegan vöxt, að því tilskildu að við sækjum þau að staðaldri. (Hebr. 10:24, 25) Reglulegur lestur í Biblíunni, Varðturninum, Vaknið! og bókum, sem fjalla um föstu fæðuna í orði Guðs, styrkir og stækkar andlegt rótarkerfi okkar. (Hebr. 5:14) Það hefur einnig varanlega blessun í för með sér að setja sér andleg markmið og keppa að þeim. — Fil. 3:16.
3 Aðstoð þroskaðra trúbræðra: Leitastu við að umgangast fleiri andlega þroskaða bræður og systur í söfnuðinum. Kynnstu öldungunum því að það eru einkum þeir sem geta styrkt okkur. (1. Þess. 2:11, 12) Þiggðu ráðleggingar og ábendingar þeirra. (Ef. 4:11-16) Safnaðarþjónar eru líka áfram um að hjálpa öðrum að standa stöðugir í trúnni. Leitaðu því eftir hvatningu hjá þeim.
4 Þarftu að fá aðstoð í boðunarstarfinu? Ræddu málið við öldungana og biddu um hjálp. Þú gætir ef til vill fengið að vera með í áætluninni „Brautryðjendur hjálpa öðrum.“ Hefurðu látið skírast nýlega? Kynntu þér efni bókarinnar Organized To Accomplish Our Ministry og fylgdu ráðum hennar. Það örvar andlegan þroska þinn. Ertu foreldri? Haltu áfram að styrkja andlegt hugarfar barna þinna. — Ef. 6:4.
5 Með því að vera rótfest og staðföst í trúnni getum við átt náið samband við Jehóva og hlýleg samskipti við bræðurna. Þannig getum við staðist árásir Satans og styrkt von okkar um eilífa framtíð. — 1. Pét. 5:9, 10.