Dagskrá svæðismótsins
Heimurinn reynir að telja okkur trú um að núverandi heimskerfi muni standa að eilífu. Orð Guðs segir hins vegar annað. (1. Jóh. 2:15-17) Í Biblíunni er okkur bent á að það sé til einskis að safna fjársjóðum hér á jörðinni. Dagskrá svæðismótsins árið 2007 er ætlað að styrkja fólk Guðs. Stefið er: „Safnið . . . fjársjóðum á himni.“ — Matt. 6:19, 20.
Efnishyggja er eitt af því sem vísað er til í Efesusbréfinu 2:2 þar sem talað er um „vilja valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú starfar í þeim, sem ekki trúa“. ‚Andi heimsins‘ gegnsýrir þetta heimskerfi ekki ósvipað og andrúmsloftið umlykur okkur. (1. Kor. 2:12) Áhrifin eru mjög sterk eins og sjá má af því að talað er um „vilja valdhafans í loftinu“. Nýja svæðismótsdagskráin mun hjálpa okkur að forðast efnishyggju heimsins og hafa efst í huga það sem skiptir mestu máli. (Matt. 6:33) Dagskráin mun líka hvetja okkur til að leggja allt traust okkar á Jehóva og sinna þjónustunni þrátt fyrir prófraunir og þrýsting sem við verðum fyrir.
Vertu staðráðinn í því að vera viðstaddur báða mótsdagana og fylgjast vel með dagskránni. (Hebr. 2:1) Skrifaðu hjá þér minnispunkta sem þú getur notað í einkalífinu og í boðunarstarfinu. Við munum fá styrk og hvatningu til að halda áfram að safna okkur fjársjóðum á himni ef við erum viðstödd báða mótsdagana frá upphafi til enda og hlustum á þessa andlega auðgandi dagskrá.