Söngur 138
Þú heitir Jehóva
Þú ert hinn eini Guð
sem allri sköpun skeytir,
um kynslóðirnar heitir
hinn hæsti Jehóva.
Það okkur heiður er
sem áköf með þér vinnum,
er þolgóð þjóðum kynnum
dýrð þína, Jehóva.
(VIÐLAG)
Jehóva, Jehóva,
hver jafnast á við þig?
Það er enginn skýjum ofar
og enginn jörðu á.
Þú ert almáttugur aleinn,
það allir munu sjá.
Jehóva, Jehóva,
það jafnast enginn á við þig.
Þín vild því veldur að
við verðum hvað sem þú vilt
og gerum það sem er skylt,
því þú ert Jehóva.
Öll vottar erum við,
af vinsemd nafnið gefur,
þú heiðrað okkur hefur
og heitir Jehóva.
(VIÐLAG)
Jehóva, Jehóva,
hver jafnast á við þig?
Það er enginn skýjum ofar
og enginn jörðu á.
Þú ert almáttugur aleinn,
það allir munu sjá.
Jehóva, Jehóva,
það jafnast enginn á við þig.
(Sjá einnig 2. Kron. 6:14; Sálm. 72:19; Jes. 42:8.)