Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.95 bls. 1
  • Höldum við okkur vakandi og forðumst við truflanir?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Höldum við okkur vakandi og forðumst við truflanir?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Haltu vöku þinni á ‚endalokatímanum‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Verið viðbúin degi Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • „Vakið!“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Þjónaðu Jehóva truflunarlaust
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 10.95 bls. 1

Höldum við okkur vakandi og forðumst við truflanir?

1 Jesús gaf viðvörun í Lúkasi 21:36: „Vakið því . . . svo að þér megið umflýja“ þær hörmungar sem örugglega koma. Við lifum á mestu háskatímum sögunnar. Ógæfa bíður þeirra sem láta andlega syfju ná tökum á sér. Það skapar hættu fyrir hvert og eitt okkar. Jesús minntist á át og drykkju og áhyggjur daglegs lífs. Hvers vegna? Vegna þess að jafnvel þessir hlutir gætu dregið til sín alla athygli okkar, orðið truflun og leitt til hættulegrar, andlegrar syfju.

2 Algengar truflanir: Sumir hafa látið óhóflega eða vafasama afþreyingu taka allan hug sinn, jafnvel orðir sjónvarpsfíklar. Að leita fyrst Guðsríkis þýðir að sjálfsögðu ekki að við verðum að forðast allar tegundir afþreyingar. Innan skynsamlegra og hæfilegra marka getur afþreying verið okkur gagnleg. (Samanber 1. Tímóteusarbréf 4:8) En hún er orðin truflun þegar hún skipar háan sess í lífi okkar, tekur til sín drjúgan hluta af tíma okkar og fjármunum og dregur úr þátttöku okkar í boðun Guðsríkis.

3 Önnur algeng truflun, sem veldur syfju, er löngunin í ónauðsynlega efnislega hluti. Hún kallar á aukna veraldlega vinnu og ýtir til hliðar andlegum viðfangsefnum. Sumir hafa misst sjónar á andlegum markmiðum af því að þeir sökktu sér í öflun efnislegra eigna til að geta lifað þægilegra lífi. Þótt við þurfum að hafa „fæði og klæði“ verðum við að vera á verði gegn því að fara að girnast eða elska peninga, en það getur látið okkur villast frá trúnni. (1. Tím. 6:8-10) Ef við látum hjá líða að einblína á hags­munamál Guðsríkis getum við orðið hirðulaus um andlegar þarfir fjölskyldu okkar og vanrækt að fullna þjónustu okkar. — 1 Tím. 5:8; 2 Tím. 4:5.

4 Enn aðrir leyfa ‚hjörtum sínum að þyngjast við áhyggjur þessa heims‘ að því marki að þeir sofna andlega. (Lúk. 21:34) Stundum eru það heilsuvandamál eða erfitt ástand í fjölskyldunni sem veldur áhyggjum. En það má ekki leyfa síkum persónulegum málum að draga úr árvekni okkar gagnvart endalokum þessa heimskerfis sem nálgast óðfluga. — Mark. 13:33.

5 Ekkert myndi gleðja djöfulinn meir en að takast að koma okkur í það ástand að vera að eltast við einhverja veraldlega draumóra. Við þurfum að berjast til að halda okkur vakandi andlega. Við vitum að ‚dagur Jehóva kemur sem þjófur‘ og okkur er lífsnauðsynlegt að ‚vaka og vera algáðir.‘ (1. Þess. 5:2, 6) Ef við sjáum í sjálfum okkur merki um syfju er áríðandi að við „leggjum því af verk myrkursins.“ — Rómv. 13:11-13.

6 Hjálp til að halda okkur vakandi: Hvað getur hjálpað okkur við það? Bænir eru bráðnauðsynlegar. Við ættum að biðja án afláts. (1. Þess. 5:17) Ef við höldum okkur fast við kristna söfnuðinn ‚hvetur það okkur til kærleika og góðra verka.‘ (Hebr. 10:24) Ef við að staðaldri rannsökum okkur sjálf af heiðarleika getur það hjálpað okkur að vera vakandi fyrir þörf okkar á að sigrast á veikleikum. (2. Kor. 13:5) Góðar námsvenjur munu halda okkur ‚nærðum af orði trúarinnar.‘ (1. Tím. 4:6) Ef við erum dugleg getum við treyst því að geta forðast truflanir, ‚vakað og staðið stöðug í trúnni.‘ — 1. Kor. 16:13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila