Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.95 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir október

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir október
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 2. október
  • Vikan sem hefst 9. október
  • Vikan sem hefst 16. október
  • Vikan sem hefst 23. október
  • Vikan sem hefst 30. október
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 10.95 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir október

Vikan sem hefst 2. október

Söngur 22

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Hvetjið alla til að varðveita vel eintak sitt af „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996“ sem fylgir þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar. Námsskrána ætti að geyma á vísum og aðgengilegum stað svo að hægt sé að fletta upp í henni allt árið 1996.

15 mín: „Lofum alltaf Jehóva.“ Spurningar og svör. Undirstrikið heimfærslu ritningarstaðanna, bæði þeirra sem skrifaðir eru út í greininni og þeirra sem vísað er í.

20 mín: „Bjóðum blöð við hvert tækifæri.“ Ræðið í stuttu máli um aðalatriðin; skoðið síðan greinar í nýjustu tölublöðunum sem nota mætti til að bjóða þau. Setjið fram í vel undirbúnum sýnikennslum þrenns konar kynningarorð. Hvetjið fjölskyldur til að ræða saman innan fjölskyldunnar hvernig meðlimir hennar geti orðið leiknari í að bjóða blöðin við hvert tækifæri og æfa kynningarorð hvert á öðru. Komið með tillögur um á hvern hátt megi upplýsa fólk um hvernig það geti lagt eitthvað fram til alþjóðastarfsins.

Söngur 28 og lokabæn.

Vikan sem hefst 9. október

Söngur 29

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.

15 mín: Staðbundnar þarfir, eða ræða öldungs, „Er brottrekstur úr söfnuðinum kærleiksrík ráðstöfun?“ byggð á Varðturninum (á ensku) frá 15. júlí 1995, blaðsíðu 25-7.

20 mín: „Höldum við okkur vakandi og forðumst við truflanir?“ Spurningar og svör. Komið, eftir því sem tíminn leyfir, með viðbótarathugasemdir byggðar á Varðturninum frá 1. október 1992, blaðsíðu 19-21.

Söngur 91 og lokabæn.

Vikan sem hefst 16. október

Söngur 26

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Vekið athygli á aðalatriðunum í nýlegu bréfi Félagsins til safnaðanna um nýtt fyrirkomulag á póstsendingum áskrifta að blöðunum. Hvetjið boðberana til að bjóða áskrift í endurheimsóknum ef ljóst er að húsráðandinn kann að meta blöðin.

15 mín: „Vottar Jehóva og menntun.“ Öldungur ræðir við áheyrendur um notkun þessa nýja bæklings og styðst við minnispunkta sem hann skráði hjá sér þegar hann hlustaði á ræðuna „Menntun — notum hana til að lofa Jehóva“ á landsmótinu í ágúst. Hafið vel undirbúna sýnikennslu þar sem foreldri talar við kennara eða skólastjóra og býður bæklinginn. Hvetjið þau sem eru með börn á skólaaldri að dreifa bæklingnum eins og leiðbeiningar voru gefnar um í mótsræðunni ef þau eru ekki þegar búin að því.

20 mín: „Tilgangsríkar endurheimsóknir.“ Ræðið um hvert markmið okkar sé með endurheimsóknum. Sýnikennslur þar sem hæfir boðberar sýna notkun tvenns konar kynningarorða í endurheimsóknum. Boðberinn ætti að útskýra fyrir húsráðanda hvernig þetta starf er fjármagnað.

Söngur 8 og lokabæn.

Vikan sem hefst 23. október

Söngur 16

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir.

15 mín: „Við þörfnumst safnaðarins.“ Spurningar og svör.

20 mín: Beinið áhuga fólks að skipulaginu. Starfshirðir stjórnar umræðum við tvo eða þrjá boðbera og notar bæklinginn Vottar Jehóva — sameinaðir í að gera milja Guðs um allan heim. Útskýrið hvers vegna það er gagnlegt að opna augu áhugasamra manna fyrir því hvernig skipulagið starfar, hvernig hinni ýmsu starfsemi er raðað niður og hvernig þeir geti átt þátt í henni. Rifjið upp atriði frá blaðsíðu 14 og 15 um „Samkomur sem hvetja til kærleika og góðra verka.“ Hópurinn sýnir stuttlega hvernig taka megi þetta efni inn í samræður í endurheimsókn eða biblíunámi til að hjálpa áhugasömum einstaklingi að gera sér grein fyrir þörfinni á að sækja samkomur.

Söngur 27 og lokabæn.

Vikan sem hefst 30. október

Söngur 48

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til að hugleiða hvort þeir geti nýtt sér frídagana í desember til aðstoðarbrautryðjandastarfs.

15 mín: Hefur þú reynt að fara til þeirra sem vísað hefur verið á? Sumir boðberar hafa getað stofnað ný biblíunám á þennan hátt: Eftir að hafa numið um stund með áhugasömum einstaklingi spyrja þeir hann hvort hann viti um einhvern meðal vina sinna, ættingja eða kunningja sem hefði ef til vill áhuga á biblíunámi. Oft eru allmörg nöfn gefin upp. Spurðu biblíunemann þinn hvort þú megir, þegar þú ferð til þessa fólks, segja að hann hafi vísað þér á það. Þegar þú ferði í heimsóknina gætir þú sagt að „[nafn nemandans] hafi haft svo mikla ánægju af biblíunámi sínu að honum hafi dottið í hug að þú myndir vilja nýta þér ókeypis biblíunámskeið okkar.“ Með þessu móti mætti koma sér upp góðum lista yfir endurheimsóknir sem gætu orðið að árangursríkum biblíunámum. Takið með eina eða tvær reynslufrásagnir frá boðberum sem hafa fundið áhugasamt fólk eða stofnað ný biblíunám á þennan hátt.

20 mín: Í nóvember bjóðum við bæklingana Ber Guð í rauninni umhyggju fyir okkur? og Hver er tilgangur lífsins? Tillögur og sýnikennslur um hvernig megi bjóða þessa bæklinga á áhrifaríkan hátt. Ef húsráðandinn hefur þegar fengið annan eða báða bæklinganna ætti boðberinn að vera undir það búinn að vekja máls á efni í þeim sem leitt gæti til góðs samtals, endurheimsóknar og jafnvel biblíunáms. Tvær sýnikennslur um hvernig koma megi á stað slíkum umræðum hjá húsráðendum sem fengið hafa sinn hvorn bæklinginn áður. Minnið boðberana á að taka með sér heim af samkomunni bæklinga til að nota í starfinu næstu daga.

Söngur 38 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila