Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.95 bls. 8
  • Bjóðum blöð við hvert tækifæri

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bjóðum blöð við hvert tækifæri
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Nýttu blöðin sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Notaðu blöðin í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Verum blaðasinnuð í október
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Blöðin kunngera Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 10.95 bls. 8

Bjóðum blöð við hvert tækifæri

1 Við höfum góða ástæðu til að meta mikils Varðturninn og Vaknið! Hvaða önnur tímarit höfða í slíkum mæli til fólks um allan heim? Í prédikunarstarfi okkar í þessum mánuði leggjum við sérstaka áherslu á blöðin og októberblöðin innihalda sannarlega mikilvægar upplýsingar. Yfirleitt dreifum við flestum blöðum okkar í starfinu hús úr húsi. Þó viljum við vera undir það búin að bjóða þau við öll önnur viðeigandi tækifæri.

2 Þegar þú býður októbertölublað “Varðturnsins“ gætir þú vakið áhuga á greininni “Hvað er sannleikur?“ með því að segja:

◼ „Í heiminum eru mörg trúarbrögð sem flest staðhæfa að þau hafi sannleikann. Kenningum þeirra ber þó ekki alltaf saman og því hafa margir spurt: ‚Hvað er sannleikur?‘ Sumir álíta að sannleikurinn sé afstæður; það sem sé einum manni sannleikur sé öðrum ósannindi en þó geti báðir haft rétt fyrir sér. Hvað finnst þér? [Gefðu kost á svari.] Jesús áleit ekki að sannleikurinn væri afstæður. Fyrstu tvær greinarnar í þessu tölublaði Varðturnsins útskýra hvers vegna og hvaða máli það skiptir okkur.“

3 Þegar þú hittir fólk sem virðist trúhneigt gætir þú beint athyglinni að greinunum í “Varðturninum“ um Biblíuna og daglegum lestri hennar með því að segja:

◼ „Biblían er útbreiddasta og þekkasta bók heimsins. Hún er viðurkennd sem eitt mesta meistaraverk heimsbókmenntanna. En ætli menn nýti sér hana í nægilegum mæli. Hvað finnst þér. [Gefðu kost á svari.] Í nýjasta tölublaði Varðturnsins eru tvær greinar sem bæði hvetja okkur til að lesa Biblíuna að staðaldri og hjálpa okkur til að hafa sem mest gagn af slíkum lestri.“

4 Þegar þú kynnir “Vaknið!“ gætu eftirfarandi kynningarorð vakið jákvæð viðbrögð:

◼ „Hvað finnst þér um spurninguna sem varpað er fram á forsíðu þessa blaðs: ‚Lifum við á síðustu dögum?‘? [Gefðu kost á svari.] Biblían kallar endalok þessa heimskerfis ‚síðustu daga‘ og segir fyrir hvaða ástand og atburðir einkenni þá. Það er mjög fróðlegt að bera þessa spádóma saman við það sem gerst hefur í heiminum á okkar öld. Þetta blað hjálpar okkur til þess. [Flettu í gegnum blaðsíðu 4-8.] Þegar hinum síðustu dögum líkur renna upp stórkostlegir tímar. Ég er viss um að þú hafir ánægju af að lesa um þetta.“

5 Þegar þú starfar hús úr húsi skaltu ekki hlaupa yfir litlar búðir eða verkstæði. Þú gætir reynt einfalda kynningu eins og þessa þegar þú býður “Vaknið!“:

◼ „Menn eru alltaf að reyna að finna og þróa nýjar leiðir til að skapa atvinnu og verðmæti til að halda efnahagslífinu gangandi. Fiskeldi er ein af þeim greinum sem bundnar hafa verið vonir við. Í nýjasta tölublaði Vaknið! er stutt en fróðleg grein um fiskeldi í Noregi. Má bjóða þér að lesa hana ásamt öðru efni blaðsins?“

6 Ef sá sem kemur til dyra er greinilega upptekinn gætir þú sýnt blöðin og sagt:

◼ „Ég veit að þú áttir ekki von á heimsókn núna og skal því vera stuttorður. Mig langar til að gefa þér tækifæri til að lesa mjög þýðingarmikið efni.“ Bentu á grein sem þú hefur valið og bjóddu blöðin.

7 Haltu nákvæma skrá á millihúsaminnisblöðum og farðu aftur til þeirra sem þáðu blöð. Ef þú verður í endurheimsókn var við einlægan áhuga skaltu bjóða áskrift að öðru eða báðum blöðunum. Við skulum vera undirbúin og vakandi fyrir að bjóða blöðin við hvert viðeigandi tækifæri.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila