Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.94 bls. 8
  • Verum blaðasinnuð í október

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Verum blaðasinnuð í október
  • Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Svipað efni
  • Bjóðum blöð við hvert tækifæri
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Tillögur að kynningum
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Hvað geturðu sagt um blöðin?
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Tillögur að kynningum
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1994
km 10.94 bls. 8

Verum blaðasinnuð í október

1 Varðturninn og Vaknið! flytja hinn hughreystandi og uppörvandi boðskap um eilíf fagnaðartíðindi. Ef við erum blaðasinnuð tökum við okkur tíma til að lesa blöðin vandlega og íhuga hvernig greinarnar kunna að höfða til manna á starfssvæði okkar.

2 Kynntu þér fyrst greinarnar sem forsíðan vekur athygli á. Forsíðumyndin ein útbreiðir oft blöðin. Veldu greinar sem þú heldur að höfði til fólksins á starfssvæði þínu. Tilheyra flestir íbúarnir sama trúfélaginu? Hvað er það sem þetta fólk hefur helst áhyggjur af? Með þetta í huga ættir þú að geta útbúið áhrifarík kynningarorð. Skoðaðu eftirfarandi tillögur.

3 Nota má myndina og textann á forsíðu og baksíðu „Varðturnsins“ fyrir október og segja:

◼ „Þegar börn þroskast spyrja þau gjarnan hvernig lífið hafi orðið til. Í skólanum læra þau að lífið hafi orðið til af sjálfu sér og síðan þróast. Þeim er sagt að það sé vísindalega sannað. En er raunin sú?“ Gefðu viðmælanda þínum kost á að tjá sig og bentu síðan á tilvitnunina í eðlisfræðing á baksíðu blaðsins. Myndin á blaðsíðu 3 gefur í skyn hvaða aðferðum er oft beitt við kennslu þróunarkenningarinnar. Að síðustu gætir þú sagt: „Hver er þá uppruni lífsins? Tvær fyrstu greinarnar í þessu tölublaði Varðturnsins fjalla um þá spurningu. Þér er velkomið að fá þetta eintak. Ef þér líkar við blaðið get ég, næst þegar ég kem, sýnt þér hvernig þú getur fengið það sent til þín reglulega.“

4 Þú gætir líka kynnt blaðið með þessum hætti:

◼ „Vottar Jehóva eru þekktir um allan heim fyrir að heimsækja fólk, eins og ég er að heimsækja þig núna, og vekja athygli þess á fagnaðarerindinu um Guðsríki. Hefur þú einhvern tíma hugsað um hvers vegna þeir eru að leggja þetta á sig? [Gefðu kost á svari.] Svarið er að finna í þessu tölublaði Varðturnsins í grein sem nefnist „Boðendur Guðsríkis virkir um alla jörðina.“ Flettu upp á greininni og lestu ritningarstaðinn undir titlinum. Þú gætir síðan lesið Matteus 24:14 beint úr grein 1 og sagt: „Þetta er mikið verkefni en vottar Jehóva hafa sinnt því af kostgæfni. Ef þú vilt fræðast um þetta starf og þýðingu þess fyrir mannkynið væri mér ánægja að skilja þetta blað eftir hjá þér.“ Hafðu smáritið Hverju trúa vottar Jehóva? við höndina ef húsráðandinn kýs frekar stutt lesefni.

5 Þegar þú býður nýjasta tölublaðið af „Vaknið!“ gætir þú ef til vill sagt eitthvað á þessa leið:

◼ „Stundum er sagt að verulegur hópur ungs fólks nú á dögum sé frekar stefnulaus og lifi aðeins fyrir líðandi stund. Vaxandi fíkniefnaneysla meðal ungmenna gefur til kynna að þá skorti fasta viðmiðun í lífinu og frumreglur til að fylgja. Hvað finnst þér? [Gefðu kost á svari.] En sem betur fer eru til margir unglingar sem aðhyllast háleitar hugsjónir og lífsreglur og hvika ekki frá því sem þeir eru sannfærðir um að sé rétt, jafnvel þótt þeir verði fyrir miklum þrýstingi. Í nýjasta tölublaðinu af Vaknið! eru frásögur af nokkrum slíkum ungmennum sem þér þætti kannski fróðlegt að lesa.“

6 Gerðu þér far um að bjóða blöðin við hverjar dyr, jafnvel þótt þér gefist ekki færi á að segja nema nokkur orð við húsráðandann. Flestir sem þiggja blöðin eru fúsir til að leggja eitthvað smáræði af mörkum til hins alþjóðlega biblíufræðslustarfs okkar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila