Lofum alltaf Jehóva
1 Nokkrar athafnir eru svo þýðingarmiklar að þær verðskulda að við gefum þeim alltaf gaum. Að boðra, anda og sofa eru þar á meðal. Hjá þeim verður ekki komist ef við ætlum að halda okkur lifandi. Páll postuli setti prédikun fagnaðarerindisins í svipaðan flokk þegar hann gaf þessa hvatningu: „Skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð.“ (Hebr. 13:15) Að lofa Jehóva verðskuldar þess vegna stöðuga athygli okkar. Það er nokkuð sem við ættum að reyna að gera á hverjum degi, alltaf að vegsama himneskan föður okkar.
2 Þegar menn reyndu að draga athygli Jesú inn á aðrar brautir voru viðbrögð hans þessi: ‚Mér ber að flytja fagnaðarerindið um Guðs ríki.‘ (Lúk. 4:43) Allt sem hann gerði hvern dag, þau þrjú og hálft ár sem hann þjónaði á jörðinni, var á einhvern hátt beint tengt því að lofsama Guð. Við vitum að Páli var umhugað um að gera það líka, í ljósi þess sem hann tók fram í 1. Korintubréfi 9:16: „Vei mér, ef ég boðaði ekki fagnaðarerindið.“ Aðrir kristnir menn voru hvattir til að vera alltaf reiðubúnir til að rökstyðja von sína fyrir öðrum. (1. Pét. 3:15) Nú á dögum leitast hundruð þúsunda kostgæfra brautryðjenda og milljónir safnaðarboðbera við að líkja eftir svo góðum fordæmum.
3 Þegar við íhugum þá kostgæfni sem Jesús Kristur, fyrirmynd okkar, sýndi af heilum huga fær það okkur til að feta nákvæmlega í fótspor hans. (1. Pét. 2:21) Þegar við þurfum að takast á við vandamál hins daglega lífs dregur það ef til vill stundum úr okkur kjarkinn. Hvernig getum við daglega nýtt okkur tækifærin til að lofa Jehóva þegar við þurfum að stunda fulla vinnu? Ekki getum við heldur vanrækt skyldur okkar gagnvart fjölskyldunni sem krefst stórs hluta af tíma okkar. Nauðsynleg, dagleg skólaganga heldur flestum börnum og unglingum uppteknum. Sumum kann að finnast að það sé engin leið að lofa Jehóva á hverjum degi. Hjá sumum kann af og til heill mánuður að líða án þess að þeir segi öðrum frá fagnaðarerindinu á einhvern hátt.
4 Jeremía var einn þeirra sem gat ekki á sér setið. Þegar hann hafði um nokkra sund ekki talað um nafn Jehóva fannst honum sem óbærilegur eldur brynni innra með honum. (Jer. 20:9) Þegar Jeremía mætti andstreymi sem virtist geta borið hann ofurliði fann hann alltaf einhverja leið til að segja öðrum frá boðskap Jehóva. Getum við líkt eftir hugrekki hans og látið ekki undan síga í því að leita tækifæra til að lofa skapara okkar á hverjum degi?
5 Við ættum ekki aðeins að tala um Jehóva þegar við förum út í boðunarstarfið á starfssvæði safnaðarins á fyrirfram ákveðnum tímum ein okkar liðs eða með með öðrum boðberum. Allt sem við þurfum til að bera vitni og lofa Jehóva er hlustandi eyra. Við erum sífellt að hitta fólk alla daga — það kemur heim til okkar, við vinnum með því, við stöndum í biðröð með því í matarbúðinni og við erum því samferða í strætisvagni. Ekki þarf meira en að heilsa vingjarnlega og koma með spurningu eða athugasemd sem hvetur til umhugsunar og kemur af stað samræðum. Þegar okkur gefast mörg tækifæri til að tala við aðra um fagnaðarerindið er óhugsandi í okkar huga að láta heilan mánuð líða án þess að bera vitni um Guðsríki.
6 Þau sérréttindi að lofa Jehóva munu aldrei falla niður. Eins og sálmaritarinn gaf til kynna ætti allt sem andardrátt hefur að lofa Jehóva og við viljum vissulega vera í þeim hópi. (Sálm. 150:6) Ef hjarta okkar knýr okkur til að gera það alltaf munum við daglega nýta okkur tækifærin til að tala um Jehóva og orð hans.