Tilgangsríkar endurheimsóknir
1 Í endurheimsóknum ættir þú að leitast við að nota ritningarstað sem eykur þekkingu viðmælanda þíns á biblíulega efninu sem þið rædduð um í fyrri heimsókn.
2 Eitt af markmiðum okkar með því að fara aftur til þeirra sem þáðu hjá okkur blöð er að koma á blaðaleið. Einföld kynning, eins og þessi, gæti borið árangur:
◼ „Ég vona að þú hafir haft ánægju af að lesa greinina í Varðturninum sem ég skildi eftir hjá þér síðast um hvernig endir verður bundinn á hatur um allan heim. Núna langar mig til að benda þér á grein í Vaknið! sem heitir „Samræður eru list.“ Hatur nærist oft á misskilningi og vanþekkingu en ef fólk talar saman og sýnir hvert öðru áhuga lærir það að meta hvert annað. Þetta gildir jafnt innan sem utan fjölskyldunnar. Ég er viss um að þú munir hafa ánægju af að lesa þessa grein.“ Segðu síðan að þú munir koma aftur með nýtt tölublað í næsta mánuði og ræða ef til vill meira um þá góðu tíma sem framundan eru og Guð hefur lofað að þeir fái að njóta sem hlýða honum. Mundu að í hvert sinn sem þú afhendir húsráðandanum blað á þennan hátt getur þú skráð það sem endurheimsókn.
3 Ef þú útbreiddir „Varðturninn“ með því að kynna greinina „Hvað er sannleikur?“ gætir þú sagt:
◼ „Þegar ég heimsótti þig um daginn ræddum við um hvort sannleikurinn væri afstæður eða ekki. Greinin í Varðturninum bendir á hvers vegna afstæðishyggjan er dýrkeypt.“ Lestu síðan tilvitnunina efst til hægri á blaðsíðu 5 og berðu fram spurninguna þar fyrir neðan. Hlustaðu vandlega á svar húsráðandans. Hjálpaðu honum að skilja að sannleikurinn ætti að hafa áhirf á breytni manna. Notaðu rammagreinina á blaðsíðu 7. og reyndu að draga húsráðandann inn í samræðurnar. Ef einlægur áhugi er fyrir hendi getur þú boðið áskrift og gert ráðstafanir til að koma aftur til að ræða málin nánar.
4 Ef þú ert kominn aftur til að ræða frekar um fremstu greinarnar í „Vaknið!“ gætir þú hafið samtalið á þessa leið:
◼ „Þegar ég var hér síðast ræddum við aðeins um hvað Biblían segir að muni einkenna hina ‚síðustu daga.‘ Eins og þú tókst sjálfsagt eftir í þessum greinum í blaðinu Vaknið! kemur lýsing hennar mjög vel heim og saman við það sem verið hefur að gerast í heiminum undanfarin ár og áratugi. En hvað finnst þér um þau fyrirheit Biblíunnar að stórkostlegir tímar renni upp eftir að hinum ‚síðustu dögum‘ lýkur? [Gefðu kost á svari.] Biblían sýnir hvað við þurfum að gera til að fá að lifa í þeim nýja og réttláta heimi sem þá verður hér á jörðinni.“ Flettu upp á blaðsíðu 11 og lestu Jóhannes 17:3 beit upp úr blaðinu. Notaðu efnið á blaðsíðunni sem frekari umræðugrundvöll ef áhugi er fyrir hendi en gættu þess samt að heimsókn þín taki ekki of langan tíma. Síðan getur þú ef til vill boðið biblíunám eða gert ráðstafanir til að koma aftur og ræða meira um biblíulegt efni.
5 Eitt mikilvægt markmið með boðunarstarfi okkar er að koma af stað biblíunámum. Þú hefur kannski heimsótt nokkrum sinnum einhvern sem þiggur blöðin. Hvers vegna ekki reyna þessa aðferð í næsta skipti?:
◼ „Fólk hefur svo mismunandi skoðanir á trúarbrögðum og gildi þeirra í daglegu lífi nú á tímum. Trúarskoðanir um hvers vegna Guð hafi leyft illskuna eða hvers vegna við hrörnum og deyjum stangast á. Sumir vildu gjarnan vita hvernig á að biðja til Guðs til að fá bænheyrslu.“ Flettu í eitthverju biblíunámsritanna okkar upp á efni sem þú heldur að veki áhuga húsráðandans og sýndu stuttlega hvernig biblíunám fer fram.
6 Jehóva er Guð sem hefur tilgang. Við skulum líkja eftir honum í október með því að fara í tilgangsríkar endurheimsóknir.