BIBLÍUNÁMSSTARFIÐ: Enn er nóg að gera
1 Mörg framsækin heimabiblíunám eru haldin hér á landi. Nýir láta skírast á mótunum og í þeim hópi eru margir af starfssvæðinu. „Alls konar menn“ þiggja boð um að nema. Það er augljóst að „Guð fer ekki í manngreinarálit.“ (1. Tím. 2:4, NW; Post. 10:34, 35) En biblíunámsstarfið krefst úthalds og við þurfum af hafa stöðuga gát á hvernig við innum þjónustu okkar af hendi. — Matt. 24:13; 1. Tím. 4:16.
2 Farandhirðar, sem oft eru með í að stofna biblíunám, segja að leyndardómurinn sé að sýna fólki ósvikinn áhuga. Réttsinnað fólk skynjar áhuga okkar á því og bregst vel við. Við sýnum fólki ósvikinn áhuga með því að fylgja eftir því sem við höfum lært um notkun millihúsaminnisblaða, um rækilega yfirferð starfssvæðis, blaðaleiðir og um að fylgja öllum áhuga fljótt eftir.
3 Ástand mála í heiminum snertir marga. Fólk er vonsvikið og finnur ekki svör við þeim mikilvægu spurningum sem allir hugsandi menn spyrja sig. Guðsríkisboðskapur Biblíunnar svarar því hvers vegna mannvonskan er svona mikil, hvers vegna Guð leyfir hana og hvað verða á innan skamms. (Opinb. 1:1-3) Við leitum þeirra sem „andvarpa og kveina“ á þennan hátt yfir andlegu ástandi jarðar. — Esek. 9:4.
4 Mikil blessun er því samfara að hjálpa auðmjúku og réttsinnuðu fólki sem hungrar og þyrstir í sannleikann. Við getum uppskorið slíka blessun ef við bjóðum okkur fúslega fram og látum Jehóva nota okkur sem verkfæri sín. — Fil. 2:12, 13.