Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.99 bls. 1
  • Sýnum þolinmæði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnum þolinmæði
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Boðunarstarfið einkennist af þolinmæði
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Höldum áfram að sýna þolinmæði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Lærum af langlyndi Jehóva og Jesú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Líktu eftir langlyndi Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 1.99 bls. 1

Sýnum þolinmæði

1 Okkur er lífsnauðsynlegt að ‚þreyja þolinmóð‘ meðan við bíðum þess að þetta gamla kerfi Satans líði undir lok og frelsunardagur Jehóva renni upp. Nú er mjög liðið á endalokatímann og illskeyttar óvinasveitir eru staðráðnar í að beina athygli okkar frá deilumálinu mikla um drottinvald Jehóva og láta alls konar persónuleg hugðarefni glepja okkur. Þannig reynir Satan að ginna okkur til að gefast upp eða hægja á ferðinni í boðunarstarfinu. (Jak. 5:7, 8; Matt. 24:13, 14) Hvernig getum við sýnt nauðsynlega þolinmæði?

2 Með því að sýna umburðarlyndi: Þegar við mætum sinnuleysi eða andstöðu í boðunarstarfinu hjálpar umburðarlyndi okkur að prédika staðfastlega. Við látum ekki auðveldlega draga úr okkur kjarkinn eða særa okkur þegar fólk sem við hittum er stutt í spuna eða óvingjarnlegt. (1. Pét. 2:23) Þessi innri styrkur getur forðað okkur frá því að tala neikvætt um fólkið á svæðum okkar sem sýnir starfi okkar áhugaleysi eða fjandskap. Okkur er ljóst að slíkt tal myndi letja okkur og þá sem við störfum með.

3 Með þolinmæði og þolgæði: Það getur reynt á þolinmæðina þegar við hittum ekki aftur áhugasamt fólk sem við höfum átt gott samtal við í boðunarstarfinu. Það sama má segja þegar fólk sem við aðstoðum við að kynna sér Biblíuna, tekur hægum framförum eða tekur seint afstöðu með sannleikanum. Þolgæði stuðlar oft að góðum árangri. (Gal. 6:9) Systir nokkur fór í margar endurheimsóknir til ungrar konu áður en hægt var að hefja biblíunámskeið. Í fyrstu fimm heimsóknunum var konan upptekin af öðru. Í sjöttu tilrauninni rennblotnaði systirin í þrumuveðri en hitti engan heima. Engu að síður var systirin ákveðin í að gefa konunni eitt tækifæri í viðbót. Hún reyndi aftur og konan var reiðubúin að kynna sér Biblíuna. Upp frá því tók nemandinn framförum jafnt og þétt og vígði Jehóva líf sitt eftir skamman tíma.

4 Við vitum að dagur Jehóva lætur ekki á sér standa. Við bíðum því eftir að Jehóva leiði málin til lykta og vitum að langlyndi hans ber góðan ávöxt. (Hab. 2:3; 2. Pét. 3:9-15) Við verðum að sýna þolinmæði eins og Jehóva og megum ekki gefast upp í boðunarstarfinu. Treystu því að „vegna trúar og stöðuglyndis“ umbuni Jehóva þér erfiði þitt. — Hebr. 6:10-12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila