Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.05 bls. 1
  • Vertu örlátur og gerðu gott

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vertu örlátur og gerðu gott
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Uppbyggið hvert annað
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Verið „örlátir, fúsir að miðla öðrum“
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Huggaðu raunamædda
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Huggum þá sem hryggir eru
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 4.05 bls. 1

Vertu örlátur og gerðu gott

1 Dorkas „var mjög góðgerðasöm og örlát við snauða“. (Post. 9:36, 39) Hún var hjartfólgin Jehóva Guði og fólkinu sem þekkti hana vegna þess hve gjafmild hún var. Hebreabréfið 13:16 segir: „Gleymið ekki velgjörðaseminni og hjálpseminni, því að slíkar fórnir eru Guði þóknanlegar.“ Hvernig getum við gert gott og miðlað öðrum af því sem við höfum?

2 Ein leið til að verða öðrum að liði er að gefa af ,eigum okkar‘. (Orðskv. 3:9) Framlög til alþjóðastarfsins gera mögulegt að byggja ríkissali, mótshallir og húsnæði fyrir deildarskrifstofur víða um heim. Örlæti okkar hefur gert milljónum manna kleift að njóta góðs af fræðslunni frá Guði og uppbyggjandi félagsskap.

3 Að veita huggun: Þegar hörmungar dynja yfir eru þjónar Jehóva reiðubúnir að gera trúsystkinum sínum gott og einnig þeim sem eru ekki sömu trúar og þeir. (Gal. 6:10) Þegar sprenging varð í efnaverksmiðju í Frakklandi sögðu hjón sem bjuggu rétt hjá verksmiðjunni: „Trúsystkini okkar komu strax að hjálpa til við að hreinsa íbúðina okkar og íbúðir annarra í húsinu. Nágrannarnir voru mjög undrandi yfir því að sjá svona marga koma að hjálpa.“ Önnur systir sagði: „Öldungarnir komu okkur til aðstoðar og uppörvuðu okkur. Í raun þurftum við meira á því að halda en efnislegri aðstoð.“

4 Við getum gert nágrönnum okkar gott með ýmsu móti en það besta, sem við gerum fyrir þá, er að miðla þeim hinni dýrmætu þekkingu á sannleikanum og það felur í sér að segja þeim frá ,voninni um eilífa lífið‘ sem Jehóva sjálfur hefur heitið. (Tít. 1:1, 2) Boðskapur Biblíunnar færir þeim sanna huggun sem eru sorgbitnir yfir syndugu ástandi sínu og ástandinu í heiminum. (Matt. 5:4) Gerum gott og miðlum öðrum af því sem við eigum þegar það er á okkar valdi að gera það. — Orðskv. 3:27.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila