Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 11. apríl
Söngur 4
5 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
10 mín.: „Ný svæðismótsdagskrá.“ Ræða í umsjón öldungs byggð á samnefndri grein í Ríkisþjónustu okkar í ágúst 2004, bls. 5.
15 mín.: „Höldum stöðugt áfram að prédika.“* Biðjið áheyrendur um að skýra ritningarstaði sem vísað er í eins og tíminn leyfir.
15 mín.: „Vertu örlátur og gerðu gott.“* Heimfærið efnið á aðstæður á svæðinu og nefnið raunhæfar leiðir til að hjálpa öðrum.
Söngur 47 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. apríl
Söngur 76
7 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send.
18 mín.: „Árangursrík biblíunámskeið — 8. hluti.“* Sviðsetjið hvernig boðberi lætur nýjan biblíunemanda fá eintak af bæklingnum Vottar Jehóva — Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir? Boðberinn bendir á myndina á bls. 20 og lýsir helgarsamkomunum með nokkrum orðum. Hann nefnir stefið á næsta opinbera fyrirlestri og býður nemandanum að mæta og hlusta.
20 mín.: „Alls konar fólki verður bjargað.“* Heimfærið efnið upp á aðstæður á svæðinu.
Söngur 169 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. apríl
Þjónustusamkoman fellur niður vegna svæðismóts í Kópavogi dagana 30. apríl og 1. maí.
Vikan sem hefst 2. maí
Söngur 148
15 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Farið stuttlega yfir greinina „Yfirferð bæklingsins Haltu vöku þinni!“ á bls. 6. Takið fram að þar sé að finna dagskrána fyrir yfirferð bæklingsins í bóknáminu. Hvetjið alla til að undirbúa sig vel og taka þátt í náminu í hverri viku en það byrjar í vikunni sem hefst 23. maí. Notið tillögurnar á bls. 8 og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. maí og Vaknið! apríl-júní. Í öðru dæminu ætti að sýna hvernig hægt er að bregðast við samræðutálmanum: „Ég hef ekki áhuga“. (Sjá Biblíusamræðubæklinginn, bls. 8.) Minnist einnig á aðrar greinar í blöðunum sem gætu höfðað til fólks á svæðinu.
30 mín.: „Lofum Jehóva í „miklum söfnuði.““* Í umsjón ritara safnaðarins. Farið yfir efnið eins og um Varðturnsnám sé að ræða. Látið hæfan bróður lesa greinarnar. Farið yfir rammann „Til minnis“.
Söngur 8 og lokabæn.
* Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.