Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.05 bls. 1
  • Höldum stöðugt áfram að prédika

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Höldum stöðugt áfram að prédika
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Haltu áfram að prédika Guðsríki
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Höldum áfram að prédika!
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • „Farið ... og gerið allar þjóðir að lærisveinum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • ‚Fyrst á að prédika fagnaðarerindið‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 4.05 bls. 1

Höldum stöðugt áfram að prédika

1 Nú eru erfiðir tímar. Borgarastríð, þjóðernisdeilur, náttúruhamfarir og aðrir hræðilegir atburðir eru daglegt brauð. Mannkynið þarf meira á fagnaðarerindi að halda nú en nokkru sinni fyrr. En sinnuleysi í trúmálum er algengt. Á sumum svæðum er erfitt að hitta fólk heima og enn erfiðara að finna fólk sem vill hlusta á okkur eða kynna sér Biblíuna. En þrátt fyrir það er mikilvægt að halda stöðugt áfram að prédika fagnaðarerindið um stofnsett ríki Guðs. — Matt. 24:14.

2 Kærleikur til fólks: Boðunarstarfið leggur áherslu á kærleika Jehóva til manna. „Hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar.“ (2. Pét. 3:9; Esek. 33:11) Eins og Jesús sagði hefur Jehóva gefið út þau fyrirmæli að „fyrst [eigi] að prédika öllum þjóðum fagnaðarerindið“. (Mark. 13:10) Guð hvetur alla til að snúa sér til sín og flýja komandi dóm yfir heimskerfi Satans. (Jóel 3:1, 2, 5; Sef. 2:2, 3) Erum við ekki þakklát fyrir þetta tækifæri sem Jehóva hefur gefið okkur? — 1. Tím. 1:12, 13.

3 Í ársskýrslunni kemur fram að á þjónustuárinu 2004 voru haldin að meðaltali 6.085.387 biblíunámskeið á mánuði og að meðaltali 5.000 nýir lærisveinar létu skírast í hverri viku. Boðberar fundu suma þessara nýju lærisveina vegna þess að Jehóva blessaði þrautseigju þeirra og viðleitni til að tala við alla á svæðinu sem þeim var úthlutað. Þetta hefur vakið mikla gleði í söfnuðunum og það er mikill heiður að vera samverkamenn Guðs í þessu björgunarstarfi. — 1. Kor. 3:5, 6, 9.

4 Lofum nafn Guðs: Við höldum stöðugt áfram að prédika til að lofa Jehóva opinberlega og helga nafn hans frammi fyrir öllum mönnum. (Hebr. 13:15) Satan hefur afvegaleitt „alla heimsbyggðina“ og talið henni trú um að Guð geti ekki leyst vandamál manna, honum standi á sama um þjáningar þeirra eða hann sé einfaldlega ekki til. (Opinb. 12:9) Með því að fara í boðunarstarfið verjum við sannleikann um stórfenglegan föður okkar á himnum. Höldum áfram að lofa nafn hans, nú og að eilífu. — Sálm. 145:1, 2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila