Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.05 bls. 3
  • Alls konar fólki verður bjargað

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Alls konar fólki verður bjargað
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Horfirðu aðeins á útlitið?
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Dæmum ekki eftir útlitinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Líturðu aðra sömu augum og Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Snyrtilegt útlit
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 4.05 bls. 3

Alls konar fólki verður bjargað

1. Eftir hverju metur Guð okkur?

1 Óverðskulduð náð Guðs hefur opnað leið til hjálpræðis. Það er vilji Jehóva að „allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum“. (1. Tím. 2:3, 4) Guð metur okkur ekki eftir kynþætti, þjóðfélagsstöðu, hæfileikum eða ytra útliti heldur því að við sýnum trú á lausnarfórn Jesú. (Jóh. 3:16, 36) Sem samverkamenn Guðs verðum við að losa okkur við sérhverja tilhneigingu til að hafna þeim sem Jehóva er fús til að taka við.

2, 3. Hvað getur hjálpað okkur til að dæma fólk ekki eftir ytra útliti?

2 Dæmdu ekki: Jehóva lítur á hinn innri mann og er ekki hlutdrægur eða aðfinnslusamur. (1. Sam. 16:7) Hann sér einnig hvernig fólk gæti breyst til hins betra seinna meir. Hann lítur því á þá sem vilja þóknast honum sem gersemar. (Hag. 2:7) Höfum við sama viðhorf til annarra og Guð hefur?

3 Við gætum hneykslast á útliti sumra sem við hittum í boðunarstarfinu. Klæðnaðurinn getur verið ósnyrtilegur eða ósæmilegur, skeggið illa hirt eða fólk er með hring í nefi eða vörum. Sumir eru kannski heimilislausir og aðrir geta verið hranalegir í framkomu. Í stað þess að hugsa sem svo að slíkt fólk sé ekki líklegt til að verða tilbiðjendur Jehóva ættum við að sýna jákvætt viðhorf vegna þess „að vér vorum einnig óskynsamir, óhlýðnir [og] villuráfandi“. (Tít. 3:3) Ef við viðurkennum þetta sýnum við kappsemi þegar við prédikum fyrir öllum, jafnvel þeim sem útlitsins vegna gætu virst óverðugir.

4, 5. Hvað lærum við af Jesú og Páli?

4 Dæmi frá fyrstu öldinni: Jesús Kristur gaf sér tíma til að hjálpa fólki sem aðrir hafa ef til vill ekki talið viðbjargandi. (Lúk. 8:26-39) Jesú stóð ekki á sama um ranga breytni en hann vissi að fólk gat leiðst út á ranga braut í lífinu. (Lúk. 7:37, 38, 44-48) Þess vegna sýndi hann skilning og „kenndi í brjósti um þá, því að þeir voru sem sauðir, er engan hirði hafa“. (Mark. 6:34) Getum við líkt betur eftir honum?

5 Páll postuli var grýttur og húðstrýktur og honum var varpað í fangelsi. (Post. 14:19; 16:22, 23) Gerði þessi erfiða reynsla hann bitran þannig að honum fyndist hann vera að sóa tíma sínum meðal vissra þjóða og þjóðarbrota? Nei, alls ekki. Hann vissi að réttsinnaðir einstaklingar væru meðal allra þjóða og hann var staðráðinn í að finna þá. Lítum við þannig á þá sem eru af ólíku þjóðerni og menningu á starfssvæðinu?

6. Hvaða áhrif getur viðmót okkar haft á nýja sem koma á safnaðarsamkomur?

6 Bjóðum fólk velkomið: Margir þjónar Guðs eru ánægðir með að bræður og systur innan safnaðarins horfðu fram hjá ytra útliti þeirra og buðu þá velkomna í söfnuðinn. Maður nokkur, sem hafði slæmt orð á sér, kom í ríkissal í Þýskalandi. Hann var klæddur óhreinum fötum, með illa hirt skegg og axlarsítt hár. Þrátt fyrir það var tekið hlýlega á móti honum á samkomunni. Þetta hafði svo mikil áhrif á hann að hann kom aftur viku seinna. Það tók hann stuttan tíma að hressa upp á útlitið, hætta að reykja og kvænast kærustu sinni. Innan skamms þjónuðu hjónin og börn þeirra Jehóva sem sameinuð fjölskylda.

7. Hvernig getum við líkt eftir óhlutdrægni Guðs?

7 Höldum áfram að bjóða öðrum að njóta góðs af óverðskuldaðri náð Guðs og líkjum þannig eftir óhlutdrægni hans.

[Innskot á blaðsíðu 3]

„Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ — Post. 10:34, 35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila