Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • be þjálfunarliður 49 bls. 255-bls. 257 gr. 3
  • Haldgóðar röksemdir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haldgóðar röksemdir
  • Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Svipað efni
  • Sannfærðu áheyrendur, hjálpaðu þeim að álykta
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Ritningarstaðir vel kynntir
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Ritningarstaðir rétt heimfærðir
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Fræðandi fyrir áheyrendur
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
be þjálfunarliður 49 bls. 255-bls. 257 gr. 3

Námskafli 49

Haldgóðar röksemdir

Hvað þarftu að gera?

Komdu með fullnægjandi sannanir fyrir því sem þú segir.

Hvers vegna er það mikilvægt?

Áheyrendur trúa ekki því sem þú segir eða fara eftir því nema þeir séu sannfærðir um að það sé rétt.

ÞEGAR þú staðhæfir eitthvað eru áheyrendur í fullum rétti að spyrja: „Hvers vegna er þetta satt og rétt? Hvað sannar að ég eigi að viðurkenna það sem mælandinn segir?“ Sem kennari þarftu annaðhvort að svara svona spurningum eða hjálpa áheyrendum að finna svörin. Ef einhver staðhæfing skiptir miklu máli í rökfærslunni skaltu gefa áheyrendum nógu haldgóð rök til að þeir viðurkenni hana. Það stuðlar að sannfærandi rökfærslu.

Páll postuli var sannfærandi. Hann reyndi að telja viðmælendum sínum hughvarf með gildum röksemdum, góðri rökfærslu og einlægri hvatningu. Hann er okkur góð fyrirmynd. (Post. 18:4; 19:8) Það eru til mjög sannfærandi mælskumenn sem leiða fólk á villigötur. (Matt. 27:20; Post. 14:19; Kól. 2:4) Þeir ganga kannski út frá röngum forsendum, byggja mál sitt á hlutdrægum heimildum, beita yfirborðslegum rökum, hunsa staðreyndir sem stangast á við skoðanir þeirra eða höfða meira til tilfinninganna en skynseminnar. Við þurfum að varast allar slíkar aðferðir.

Byggðu tryggilega á orði Guðs. Við megum ekki kenna okkar eigin hugmyndir. Við leggjum okkur fram um að segja öðrum frá því sem við höfum lært af Biblíunni. Þar er okkur mikil hjálp í þeim ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn hefur gefið út. Þessi rit hvetja okkur til að rannsaka Ritninguna gaumgæfilega. Þegar við beinum síðan athygli annarra að Biblíunni er markmiðið ekki að sýna fram á að við höfum á réttu að standa heldur viljum við leyfa fólki að sjá með eigin augum hvað Biblían segir. Jesús Kristur sagði í bæn til föður síns: „Þitt orð er sannleikur,“ og við erum sammála því. (Jóh. 17:17) Það er ekki til betri heimildarmaður en Jehóva Guð, skapari himins og jarðar. Gildi þeirra röksemda, sem við komum með, er háð því að þær séu byggðar á orði hans.

Stundum talarðu við fólk sem þekkir lítið eða ekkert til Biblíunnar eða lítur ekki á hana sem orð Guðs. Þá þarftu að meta vel og vandlega hvenær og hvernig þú vísar í biblíutexta, en þú ættir samt að reyna að beina athygli viðmælenda að þessari áreiðanlegu heimild eins fljótt og auðið er.

Eru það óhrekjandi rök að vitna einfaldlega í biblíuvers sem tengist efninu? Það er ekki víst. Þú þarft ef til till að vekja athygli á samhenginu til að sýna fram á að ritningarstaðurinn styðji raunverulega það sem þú segir. Ef þú ætlar aðeins að benda á meginreglu í biblíutextanum en samhengið fjallar ekki um umræðuefnið að öðru leyti gætirðu þurft að koma með fleiri rök. Þú gætir þurft að vísa í aðra ritningarstaði sem koma málinu við til að sýna áheyrendum fram á að það sem þú ert að segja eigi sér trausta stoð í Biblíunni.

Gættu þess að ýkja ekki sönnunargildi ákveðinnar ritningargreinar. Lestu hana vandlega. Kannski fjallar hún almennt um viðfangsefnið. En til að rökfærslan sé sannfærandi þurfa áheyrendur að geta séð nákvæmlega hvað það er í biblíutextanum sem sannar orð þín.

Viðbótarrök til frekari sönnunar. Stundum getur verið gott að vísa í aðrar áreiðanlegar heimildir til að benda fólki á skynsemina í Biblíunni.

Þú gætir til dæmis bent á hinn sýnilega alheim sem sönnun fyrir því að það sé til skapari. Þú gætir vakið athygli á náttúrulögmálum, svo sem þyngdarlögmálinu, og bent á að það sé rökrétt að slík lög eigi sér löggjafa. Rökfærslan er gild ef hún er í samræmi við það sem stendur í orði Guðs. (Job. 38:31-33; Sálm. 19:2; 104:24; Rómv. 1:20) Rökfærsla sem þessi er áhrifarík vegna þess að hún sýnir fram á að Biblían er í samræmi við þekktar staðreyndir.

Ertu að reyna að sýna einhverjum fram á að Biblían sé í raun og veru orð Guðs? Þú gætir vitnað í orð fræðimanna sem segja að hún sé orð Guðs en er það sönnun fyrir því? Þess konar tilvitnanir hjálpa einungis þeim sem virða þessa fræðimenn. Geturðu notfært þér vísindin til að sanna orð Biblíunnar? Ef þú bentir á skoðanir ófullkominna vísindamanna sem heimild myndu rök þín standa á veikum grunni. Ef þú vísar hins vegar fyrst í orð Guðs og bendir síðan á uppgötvanir vísindanna, sem styðja nákvæmni Biblíunnar, þá væri rökfærslan byggð á traustum grunni.

Hvað sem þú ert að reyna að sanna skaltu leggja fram fullnægjandi sannanir fyrir því. Það er reyndar breytilegt eftir áheyrendum hve miklar sannanir þú þarft að koma með. Sértu til dæmis að ræða um hina síðustu daga, eins og 2. Tímóteusarbréf 3:1-5 lýsir þeim, þá gætirðu bent áheyrendum á fréttir sem staðfesta að menn séu „kærleikslausir.“ Þetta eina dæmi gæti nægt til að sanna að þessi þáttur hinna síðustu daga sé kominn fram.

Hliðstæða — samanburður á einhverju tvennu sem á eitthvað þýðingarmikið sameiginlegt — getur oft reynst áhrifarík. Hún sannar ekkert í sjálfu sér því að það þarf að nota Biblíuna sem prófstein á gildi hennar, en hliðstæðan getur sýnt áheyranda fram á að ákveðin hugmynd sé skynsamleg. Það mætti til dæmis nota hliðstæðu til að útskýra að ríki Guðs sé stjórn. Þú gætir bent á að Guðsríki eigi sér stjórnendur, þegna, lög, dómskerfi og menntakerfi líkt og stjórnir manna.

Oft er hægt að nota raunsönn dæmi og frásögur til að sýna fram á viskuna í því að fara eftir ráðleggingum Biblíunnar. Þú getur líka stutt orð þín með því að vísa til eigin reynslu. Þegar þú bendir viðmælanda þínum á að það sé mikilvægt að lesa í Biblíunni og kynna sér hana gætirðu til dæmis nefnt hvernig þú hefur bætt líf þitt með því. Pétur postuli var sjónarvottur að ummynduninni og vitnaði til hennar til að hvetja bræður sína. (2. Pét. 1:16-18) Páll vitnaði einnig til eigin reynslu. (2. Kor. 1:8-10; 12:7-9) Notaðu eigin reynslu samt sparlega til að beina ekki óeðlilega mikilli athygli að sjálfum þér.

Fólk er af ýmsum uppruna og hugsar ólíkt þannig að það er misjafnt hvernig sannanir og hve miklar það þarf að fá. Hafðu því hliðsjón af sjónarmiðum áheyrenda þegar þú ákveður hvaða rökum þú ætlar að beita og hvernig þú setur þau fram. Orðskviðirnir 16:23 segja: „Hjarta spekingsins gjörir munn hans hygginn og eykur fræðsluna á vörum hans.“

ÞANNIG FERÐU AÐ

  • Leggðu fram fullnægjandi sannanir í stað þess að koma einungis með staðhæfingar.

  • Byggðu röksemdir þínar tryggilega á Biblíunni.

  • Bentu á viðbótarrök til frekari sönnunar í samræmi við markmið þín og þarfir áheyrenda.

ÆFINGAR: (1) Finndu aðalflettuna „Jesus Christ“ (Jesús Kristur) í bókinni Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókinni). Taktu eftir hvernig spurningum er fyrst og fremst svarað með biblíuvísunum. (2) Skoðaðu forsíðugreinar í Varðturninum eða Vaknið! Veldu þér nokkur aðalatriði í greinunum. Strikaðu undir mikilvæga ritningarstaði og merktu við viðbótarrökin sem sótt eru í aðrar heimildir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila