ÞJÁLFUNARLIÐUR 3
Að nota spurningar
Matteus 16:13-16
YFIRLIT: Vektu áhuga og viðhaltu honum með viðeigandi spurningum til að rökræða við áheyrendur og leggja áherslu á mikilvæg atriði.
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
Vektu áhuga og viðhaltu honum. Notaðu spurningar til að vekja áheyrendur til umhugsunar eða til að vekja forvitni þeirra.
Rökræddu málin. Hjálpaðu áheyrendum þínum að skilja rökfærslu þína með því að nota spurningar sem leiða að rökréttri niðurstöðu.
Leggðu áherslu á mikilvæg atriði. Berðu fram forvitnilega spurningu til að kynna meginhugmynd. Notaðu upprifjunarspurningar eftir að hafa rætt um mikilvægt atriði eða í lokaorðunum.