Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 91
  • Hvað ef ég fell ekki í hópinn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað ef ég fell ekki í hópinn?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers vegna reynir fólk að falla í hópinn?
  • Það sem þú þarft að vita
  • Í hvernig vinahóp passa ég?
    Vaknið! – 2011
  • Ætti ég að stækka vinahópinn?
    Ungt fólk spyr
  • Af hverju leyfa foreldrar mínir mér aldrei að gera neitt skemmtilegt?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég staðið gegn hópþrýstingi?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 91
Strákur sem fellur ekki í hóp jafnaldra sinna situr einn.

UNGT FÓLK SPYR

Hvað ef ég fell ekki í hópinn?

„Maður verður að falla í hópinn annars á maður enga vini, ekkert líf og enga framtíð. Maður gleymist og stendur eftir einn.“ – Carl.

Eru þetta ýkjur? Kannski. En sumir myndu gera hvað sem er til að hljóta ekki þau örlög sem Carl lýsir. Myndir þú gera það? Þessi grein mun hjálpa þér að koma auga á betri leið til að eignast vini.

  • Hvers vegna reynir fólk að falla í hópinn?

  • Það sem þú þarft að vita

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Hvers vegna reynir fólk að falla í hópinn?

  • Það vill ekki vera út undan. „Ég sá myndir á samfélagsmiðlum af hópi sem hafði farið út og gert ýmislegt án mín. Ég velti því fyrir mér hvað væri að mér og var að gera mig brjálaða af þeirri hugsun að ég væri ekki nógu góð fyrir þau.“ – Natalie.

    TIL UMHUGSUNAR: Hefur þér einhvern tíma fundist hópur fólks ekki vilja vera með þér? Hvað gerðirðu, ef nokkuð, til að reyna að vera hluti af hópnum?

  • Það vill ekki vera öðruvísi. „Foreldrar mínir leyfa mér ekki að fá farsíma. Þegar ég segi krökkum sem spyrja um númerið mitt að ég eigi ekki síma segja þau: ,Ha? Hvað ertu eiginlega gömul?‘ Þegar ég segi þeim að ég sé 13 ára horfa þau á mig með vorkunnarsvip.“ – Mary.

    TIL UMHUGSUNAR: Hvaða hömlur foreldra þinna láta þér finnast þú öðruvísi en aðrir? Hvernig tekstu á við þessar hömlur?

  • Það vill ekki að sér sé strítt. „Krökkum í skólanum líkar ekki við þá sem haga sér öðruvísi, tala öðruvísi eða hafa aðra trú en þeir. Maður er gangandi skotmark ef maður fellur ekki í hópinn.“ – Olivia.

    TIL UMHUGSUNAR: Hefur verið komið illa fram við þig vegna þess að þú féllst ekki í hópinn? Hvernig brástu við?

  • Það vill ekki missa vini sína. „Ég reyndi að aðlagast þeim hópi sem ég var með hverju sinni. Ég talaði öðruvísi en ég var vön. Ég hló að því sem var ekki fyndið. Ég tók meira að segja þátt þegar krakkar gerðu grín að einhverjum þótt ég vissi vel að það særði viðkomanda.“ – Rachel.

    TIL UMHUGSUNAR: Hversu mikilvægt finnst þér að jafnöldrum þínum líki við þig? Hefurðu einhvern tíma hagað þér og talað öðruvísi til að vera eins og aðrir?

Það sem þú þarft að vita

  • Það getur haft öfug áhrif að gera eins og aðrir bara til að falla í hópinn. Hvers vegna? Vegna þess að fólk sér yfirleitt í gegnum það. „Þegar ég þóttist vera annar en ég er fannst mér ég skera mig meira úr bekknum,“ segir hinn tvítugi Brian. „Ég gerði mér grein fyrir að það er best að vera maður sjálfur því að fólk áttar sig á því þegar maður er að þykjast.“

    REYNDU ÞETTA FREKAR: Hugsaðu um það sem þér finnst mikilvægast. Biblían segir: „Metið hvað sé mikilvægt.“ (Filippíbréfið 1:10) Spyrðu þig þess vegna: Hvort er mikilvægara – að falla inn hóp þeirra sem hafa önnur gildi en ég eða að vera sjálfum mér samkvæmur?

    „Það er tilgangslaust að reyna að vera eins og aðrir. Þeim mun ekki líka betur við mann og það gerir mann ekki að betri manneskju.“ – James.

  • Þú gætir glatað persónuleika þínum ef þú reynir stöðugt að falla í hópinn. Það gæti endað með því að þú verðir eins og aðrir vilja að þú sért. „Ég var vanur að gera hvað sem þurfti til að falla í ákveðinn hóp og það skaðaði mannorð mitt,“ segir ungur maður sem heitir Jeremy. „Ég lét aðra ráðskast með mig. Ég varð strengjabrúðan þeirra.“

    REYNDU ÞETTA FREKAR: Þekktu gildi þín og lifðu eftir þeim í stað þess að vera eins og kameljón sem breytir um lit eftir umhverfi. Það er góð ástæða fyrir því að Biblían segir: „Þú skalt ekki gera eitthvað bara af því að allir aðrir eru að gera það.“ – 2. Mósebók 23:2, Holy Bible – Easy-to-Read Version.

    „Ég reyndi að láta mér líka allt sem þeim líkaði – tónlistina, leikina, fötin, skemmtanirnar, andlitsfarðann – ég reyndi að vera þau. Ég held að þau hafi séð í gegnum mig. Ég held að allir hafi gert það, líka ég. Fyrir vikið varð ég niðurdregin og einmana og vissi jafnvel ekki lengur hver ég var. Ég hafði glatað persónuleika mínum. Ég áttaði mig á að maður getur ekki verið öllum til geðs og það líkar ekki öllum við mann. En það þýðir ekki að maður þurfi að gefast upp á að eignast vini. Maður þarf bara að gefa sjálfum sér tækifæri og tíma til að þroskast.“ – Melinda.

  • Þú gætir gert eitthvað heimskulegt ef þú reynir að falla í hópinn. Ungur maður sem heitir Chris segir að sú hafi verið raunin með frænda sinn. „Hann fór að gera hluti sem hann myndi annars ekki gera – eins og að neyta fíkniefna – bara til að falla í hópinn,“ segir Chris. „Hann varð algerlega háður fíkniefnum og það rústaði næstum lífi hans.“

    REYNDU ÞETTA FREKAR: Haltu þig frá fólki sem sýnir í orði og verki að það hefur ekki góð gildi. Biblían segir: „Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim sem leggur lag sitt við heimskingja.“ – Orðskviðirnir 13:20.

    „Stundum er gott að leggja sig fram um að falla í hópinn. En maður ætti aldrei að láta það ganga í berhögg við það sem maður veit að er rétt. Þeir sem yrðu þér góðir vinir taka þér eins og þú ert.“ – Melanie.

    Ráð: Þegar þú hittir nýtt fólk og reynir að eignast vini skaltu ekki bara hugsa um þá sem hafa sömu áhugamál og þú. Reyndu að vingast við þá sem hafa sömu gildi og þú – sömu trúar- og siðferðisgildi.

    Stelpa er í fötum sem klæða hana illa.

    Sum föt klæða þig ekki. Sömuleiðis passar sumt fólk ekki við þín gildi.

Hvað segja jafnaldrarnir?

Emma

„Ef maður fellur ekki inn í vissan hóp gæti verið gott að staldra aðeins við og spyrja sig hvers vegna. Er það vegna þess að hópurinn hefur ekki sömu lífsgildi og þú? Þá geturðu verið ánægður að þú fellur ekki í þennan hóp.“ – Emma.

Noah

„Í stað þess að hafa of miklar áhyggjur af því hvort þú fallir í hópinn er betra að þú notir tíma þinn og orku til að þroska með þér eiginleika sem gera þig að betri manneskju. Ef þú sýnir öðrum góðvild munu þeir sem þú vilt í raun eiga að vinum laðast að þér.“ – Noah.

Dominique

„Til að falla í hópinn sýni ég öðrum einlægan áhuga og reyni að átta mig á hvað þeim líkar og hvernig þeir líta á viss mál. Í stað þess að breyta því hver ég er virði ég skoðun þeirra. Það hefur hjálpað mér að eignast vini á öllum aldri.“ – Dominique.

Upprifjun: Hvað ef ég fell ekki í hópinn?

Hugsaðu um það sem þér finnst mikilvægast.

Hvort er mikilvægara – að falla inn hóp þeirra sem hafa önnur gildi en þú eða að vera sjálfum þér samkvæmur?

Ávinn þér gott mannorð og ekki skammast þín fyrir það hver þú ert.

Vertu ekki eins og kameljón sem breytir um lit eftir umhverfi.

Haltu þig frá fólki sem sýnir í orði og verki að það hefur ekki góð gildi.

Það er ekki alltaf rangt að reyna að falla í hópinn. En maður ætti aldrei að láta það ganga í berhögg við það sem maður veit að er rétt.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila