AÐ TAKAST Á VIÐ HÆKKANDI VERÐLAG
Vertu vongóður
Er framfærslukostnaðurinn í landinu orðinn hærri en launin þín? Hefurðu áhyggjur af að geta ekki séð fyrir þér og fjölskyldu þinni? Ef svo er hefurðu kannski áhyggjur af framtíðinni. Vonin hjálpar okkur, jafnvel í slíkum erfiðum aðstæðum.
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT?
Þeir sem eru vongóðir vonast ekki bara til að eitthvað gott gerist. Vonin gefur þeim kraft til að gera það besta úr aðstæðum sínum. Rannsóknir sýna til dæmis að þeir sem eru vongóðir …
hafa gjarnan betra úthald.
eiga auðveldara með að gera breytingar.
taka skynsamlegri ákvarðanir sem stuðla að betri heilsu og betra lífi.
HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?
Í fyrsta lagi skaltu skoða hvernig Biblían getur hjálpað þér núna. Í Biblíunni eru hagnýt ráð sem geta hjálpað þér að takast á við hækkandi verðlag. Þessar tillögur geta meðal annars hjálpað þér að hafa meiri stjórn á lífi þínu núna og gert þig betur í stakk búinn til að takast á við áskoranir í framtíðinni.
Í öðru lagi skaltu kynna þér hvað Biblían segir um framtíðina. Þegar þú sérð hversu gagnleg ráð Biblíunnar eru langar þig kannski til að skoða betur hvað þessi bók segir um framtíðina. Þá kemstu til dæmis að því að Guð vill ekki aðeins að þú hafir „von og góða framtíð“ heldur hefur hann líka gefið þér góða ástæðu til að treysta að vonin rætist. (Jeremía 29:11) Ríki Guðs er sú ástæða.
HVAÐ ER RÍKI GUÐS OG HVERJU KEMUR ÞAÐ TIL LEIÐAR?
Ríki Guðs er stjórn sem mun taka völdin yfir allri jörðinni. (Daníel 2:44; Matteus 6:10) Þessi stjórn ríkir frá himni og mun skipta þjáningum og fátækt út fyrir frið og allsnægtir, eins og sjá má af eftirfarandi biblíuversum:
Milljónir manna treysta þessum loforðum af því að þeir eru sannfærðir um að Guð ‚geti ekki logið‘. (Títusarbréfið 1:2) Við hvetjum þig til að rannsaka Biblíuna sjálfur. Vonin sem þar er að finna getur gefið þér styrk til að takast á við efnahagserfiðleika og horfa björtum augum til framtíðarinnar.