Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w13 15.9. bls. 3-6
  • Lærðu af andstæðum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lærðu af andstæðum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ANDSTÆÐUR ERU GAGNLEGAR
  • Þjálfaðu þig sem kennari
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • „Hegðið yður eins og börn ljóssins“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Jehóva safnar fjölskyldu sinni saman
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • „Fullna þjónustu þína“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
w13 15.9. bls. 3-6

Lærðu af andstæðum

Ertu ekki sammála því að Jesús hafi verið mesti kennari í sögu mannkyns? Þú hefur ef til vill reynt að líkja eftir aðferðum hans, svo sem að beita spurningum, líkingum og dæmisögum. En hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hve oft hann brá upp andstæðum þegar hann kenndi?

Margir beita andstæðum þegar þeir tala. Það má vel vera að þú sért líka vanur að gera það án umhugsunar. Þú gætir sagt eitthvað í þessa áttina: „Mér var sagt að ávextirnir væru allir þroskaðir en þessir eru grjótharðir.“ Eða þá: „Hún var ósköp feimin sem barn en nú er hún mjög mannblendin.“

Í dæmum af þessu tagi er byrjað á því að nefna staðreynd eða hugmynd og síðan er brugðið upp andstæðu með tengiorðum eins og en, samt, samt sem áður, heldur eða hins vegar. Það er líka hægt að búa til andstæðu með því að bæta við upplýsingum eða skýra hugmynd nánar. Það hljómar ósköp eðlilega að tala þannig og það auðveldar fólki að skilja það sem maður segir.

Það er breytilegt eftir menningu og tungumálum hve mikið andstæður eru notaðar. Hvað sem því líður er gott að átta sig á gildi þeirra. Hvers vegna? Vegna þess að þær eru mikið notaðar í innblásnu orði Guðs. Jesús brá oft upp andstæðum. Þú manst trúlega eftir þessum: „Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku.“ „Ég kom ekki til að afnema [lögmálið] heldur uppfylla.“ „Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug ...“ „Sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.“ – Matt. 5:15, 17, 27, 28, 38, 39.

Finna má svipaðar andstæður í öðrum bókum Biblíunnar. Þær geta lagt áherslu á hver sé betri leiðin í einhverju máli eða auðveldað okkur að skilja hugmynd. Ef þú ert foreldri skaltu velta fyrir þér andstæðunni sem hér er að finna: „Feður, reitið ekki börn ykkar til reiði heldur alið þau upp með aga og fræðslu um Drottin.“ (Ef. 6:4) Ef Páll postuli hefði einfaldlega sagt að faðir (eða móðir) ætti að ala börnin upp með aga og fræðslu um Guð hefði það í sjálfu sér verið bæði rétt og skynsamlegt. En hugmyndin skilar sér mjög skýrt með andstæðunni „reitið ekki börn ykkar til reiði heldur alið þau upp með aga og fræðslu um Drottin“.

Síðar í sama kafla skrifaði Páll: „Baráttan sem við eigum í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við ... andaverur vonskunnar í himingeimnum.“ (Ef. 6:12) Andstæðan vekur þig sennilega til vitundar um að þú átt í mjög hættulegri baráttu. Hún er ekki við menn heldur illskeyttar andaverur.

ANDSTÆÐUR ERU GAGNLEGAR

Í sömu bók Biblíunnar, Efesusbréfinu, er að finna mörg önnur vers þar sem Páll bregður upp andstæðum. Ef þú íhugar þessi vers vefst líklega ekki fyrir þér hvað Páll á við og þú áttar þig betur á hvað þú ættir að gera.

Það getur verið bæði áhugavert og fróðlegt fyrir þig að skoða opnuna á undan en þar er að finna yfirlit yfir margar af þeim andstæðum sem Páll nefnir í 4. og 5. kafla Efesusbréfsins. Þegar þú lest hvert dæmi fyrir sig skaltu líta í eigin barm. Spyrðu þig: Hvernig hugsa ég eiginlega? Hvernig bregst ég við undir þessum eða áþekkum kringumstæðum? Hvorum megin samanburðarins stend ég að mati annarra? Ef ákveðnar andstæður draga fram eitthvað sem þú þarft að bæta í fari þínu skaltu reyna að gera það. Lærðu af andstæðunum.

Þið gætuð líka nýtt ykkur yfirlitið í biblíunámsstund fjölskyldunnar. Fyrst gætuð þið lesið yfir andstæðurnar í heild. Síðan gæti eitt ykkar nefnt einhvern fyrri hluta og hinir síðan reynt að muna það sem fram kemur í seinni hlutanum. Þetta gæti skapað ánægjulegar umræður í fjölskyldunni um það hvernig þið getið lagt ykkur enn betur fram um að fara eftir því sem kemur fram í seinni hlutanum. Ef þið skoðið andstæðurnar á þennan hátt getur það hjálpað bæði börnum og fullorðnum að hegða sér kristilega innan fjölskyldunnar og utan.

Manstu seinni hlutann?

Um leið og þú áttar þig á gildi þess að bregða upp andstæðum er líklegt að þú eigir auðveldara með að koma auga á þær í Biblíunni. Þá uppgötvarðu eflaust að þær geta komið að góðu gagni þegar þú boðar trúna eða kennir. Þú gætir til dæmis sagt við húsráðanda: „Margir segja að allir séu með ódauðlega sál en taktu eftir hvað segir hér í Biblíunni.“ Þú gætir spurt biblíunemanda þinn: „Flestir hér um slóðir trúa að Guð og Jesús séu ein og sama persónan, en hvað kemur fram í Biblíunni? Og hverju trúir þú?“

Í Biblíunni er víða brugðið upp andstæðum sem eru bæði fræðandi og geta hjálpað okkur að gera vilja Guðs. Við getum líka nýtt okkur andstæður til að kenna öðrum sannleika Biblíunnar.

Nokkrar andstæður í 4. og 5. kafla Efesusbréfsins

Reynið að nota þetta yfirlit í biblíunámi fjölskyldunnar.

„Við eigum ekki að ... berast fram og aftur ... tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar.“ – 4:14.

„Við eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið, Kristur.“ – 4:15.

„Skilningur [heiðingjanna er] blindaður ... vegna ... síns harða hjarta.“ – 4:18, 19.

„En svo hafið þið ekki lært að þekkja Krist. Jesús er sannleikurinn og ég veit að þið hafið heyrt um hann og verið frædd um hann.“ – 4:20, 21.

„Þið eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni ...“ – 4:22.

„en endurnýjast í anda og hugsun og íklæðast hinum nýja manni.“ – 4:23, 24.

„Hinn stelvísi hætti að stela ...“ – 4:28.

„en leggi hart að sér og geri það sem gagnlegt er með höndum sínum.“ – 4:28.

„Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni ...“ – 4:29.

„heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar.“ – 4:29.

„Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður, og alla mannvonzku yfirleitt ...“ – 4:31, Biblían 1912.

„en verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum.“ – 4:32, Biblían 1912.

„Frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal ykkar.“ – 5:3.

„Þakkið miklu fremur Guði.“ – 5:4.

„Eitt sinn voruð þið myrkur ...“ – 5:8.

„en nú eruð þið ljós í Drottni.“ – 5:8.

„Eigið engan hlut í verkum myrkursins ...“ – 5:11.

„heldur flettið miklu fremur ofan af þeim.“ – 5:11.

„Hafið því nákvæma gát á hvernig þið breytið, ekki sem fávís ...“ – 5:15.

„heldur sem vís. Notið hverja stund.“ – 5:15, 16.

„Verið því ekki óskynsöm ...“ – 5:17.

„heldur reynið að skilja hver sé vilji Drottins.“ – 5:17.

„Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar.“ – 5:18.

„Fyllist heldur andanum.“ – 5:18.

„Til þess sjálfur að framleiða handa sér dýrlegan söfnuð, sem ekki hefði blett né hrukku eða neitt þess háttar ...“ – 5:27, Biblían 1912.

„heldur væri heilagur og lýtalaus.“ – 5:27, Biblían 1912.

„Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold ...“ – 5:29.

„heldur elur hann það og annast eins og Kristur kirkjuna.“ – 5:29.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila