Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Matteus 4:13–16
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 13 Síðar fór hann frá Nasaret og settist að í Kapernaúm+ við vatnið í héruðum Sebúlons og Naftalí, 14 til að það rættist sem Jesaja spámaður sagði: 15 „Sebúlonsland og Naftalíland við veginn til sjávar,* handan við Jórdan, Galílea þjóðanna! 16 Fólkið sem sat í myrkri sá mikið ljós og ljós+ skein á þá sem sátu í skuggalandi dauðans.“+

  • Lúkas 1:78, 79
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 78 Þessu veldur innileg samúð Guðs okkar. Hennar vegna sjáum við ljós af himni eins og þegar sólin rennur upp 79 til að lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans+ og beina fótum okkar á veg friðarins.“

  • Lúkas 2:30–32
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 30 því að augu mín hafa séð þann sem veitir frelsun,+ 31 þann sem þú hefur sent í augsýn allra þjóða.+ 32 Hann verður ljós+ til að eyða hulunni sem umlykur þjóðirnar+ og verður þjóð þinni, Ísrael, til dýrðar.“

  • Jóhannes 1:9
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 9 Hið sanna ljós, sem lýsir alls kyns fólki, var í þann mund að koma í heiminn.+

  • Jóhannes 8:12
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 8 12 Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins.+ Sá sem fylgir mér mun alls ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós+ lífsins.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila