-
Lúkas 7:18–23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Lærisveinar Jóhannesar sögðu honum nú frá öllu þessu.+ 19 Jóhannes kallaði þá til sín tvo lærisveina sína og sendi þá til Drottins til að spyrja hann: „Ert þú sá sem á að koma+ eða eigum við að búast við öðrum?“ 20 Þegar mennirnir komu til Jesú sögðu þeir: „Jóhannes skírari sendi okkur til að spyrja: ‚Ert þú sá sem á að koma eða eigum við að búast við öðrum?‘“ 21 Þá stundina var hann að lækna marga af veikindum+ og alvarlegum sjúkdómum. Hann rak út illa anda og gaf mörgum blindum sjón. 22 Hann svaraði mönnunum: „Farið og segið Jóhannesi það sem þið hafið séð og heyrt: Blindir sjá,+ fatlaðir ganga, holdsveikir hreinsast, heyrnarlausir heyra,+ dánir eru reistir upp og fátækum er fluttur fagnaðarboðskapurinn.+ 23 Sá sem hneykslast ekki á mér+ er hamingjusamur.“
-