-
Títusarbréfið 1:5–9Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
5 Ég skildi þig eftir á Krít til að taka á því sem var í ólagi* og útnefna öldunga í borg eftir borg í samræmi við leiðbeiningar mínar. 6 Öldungur má ekki liggja undir ámæli, hann á að vera einnar konu eiginmaður, börn hans eiga að vera í trúnni og ekki vera sökuð um taumleysi* eða uppreisn.+ 7 Sem ráðsmaður Guðs má umsjónarmaður ekki liggja undir ámæli, ekki vera þrjóskur,+ ekki skapbráður,+ ekki drykkfelldur, ekki ofbeldismaður og ekki sólginn í efnislegan ávinning. 8 Hann á öllu heldur að vera gestrisinn,+ elska hið góða, vera skynsamur,*+ réttlátur og trúr+ og hafa góða stjórn á sjálfum sér.+ 9 Hann á að halda sig fast við hið áreiðanlega orð* þegar hann kennir+ til að geta bæði uppörvað* með því að kenna það sem er heilnæmt*+ og áminnt+ þá sem andmæla því.
-