Sálmur
Til tónlistarstjórans. Gittít.* Eftir Asaf.+
81 Hrópið glaðlega til Guðs sem er styrkur okkar.+
Hrópið sigrandi til Guðs Jakobs.
2 Leikið tónlist og grípið tambúrínu,
hljómfagra hörpu og strengjahljóðfæri.
4 Það eru lög í Ísrael,
ákvæði frá Guði Jakobs.+
Ég heyrði rödd* sem ég þekkti ekki:
6 „Ég létti byrðinni af herðum hans,+
hendur hans losnuðu við körfuna.
Ég reyndi þig við Meríbavötn.*+ (Sela)
8 Heyrðu, þjóð mín, ég vitna gegn þér.
Bara að þú hlustaðir á mig, Ísrael.+
9 Enginn framandi Guð verður þá hjá þér
og þú fellur ekki fram fyrir útlendum guði.+
10 Ég, Jehóva, er Guð þinn
sem leiddi þig út úr Egyptalandi.+
Opnaðu munninn og ég skal seðja þig.+
11 En fólk mitt hlustaði ekki á mig,
Ísrael hlýddi mér ekki.+
14 Þá væri ég fljótur að yfirbuga óvini þeirra,
ég sneri hendi minni gegn andstæðingum þeirra.+
15 Þeir sem hata Jehóva hnipra sig saman af ótta við hann
og refsing þeirra varir um eilífð.