Síðari Samúelsbók
5 Að nokkrum tíma liðnum komu allar ættkvíslir Ísraels til Davíðs í Hebron+ og sögðu: „Við erum hold þitt og bein.+ 2 Áður fyrr, þegar Sál var konungur okkar, varst það þú sem fórst fyrir Ísrael í hernaði.+ Jehóva sagði við þig: ‚Þú verður hirðir þjóðar minnar, Ísraels. Þú verður leiðtogi Ísraels.‘“+ 3 Þegar allir öldungar Ísraels voru komnir til konungsins í Hebron gerði Davíð konungur sáttmála við þá+ frammi fyrir Jehóva í Hebron. Síðan smurðu þeir Davíð til konungs yfir Ísrael.+
4 Davíð var þrítugur þegar hann varð konungur og hann ríkti í 40 ár.+ 5 Í Hebron ríkti hann yfir Júda í 7 ár og 6 mánuði og í Jerúsalem+ ríkti hann í 33 ár yfir öllum Ísrael og Júda. 6 Konungurinn og menn hans lögðu nú af stað til Jerúsalem til að berjast við Jebúsíta+ sem bjuggu í landinu. Þeir hæddust að Davíð og sögðu: „Þú kemst aldrei hingað inn! Jafnvel blindir og haltir munu reka þig burt.“ Þeir hugsuðu með sér: „Davíð kemst aldrei hingað inn.“+ 7 En Davíð tók virkið Síon sem er nú kallað Davíðsborg.+ 8 Þann dag sagði Davíð: „Þeir sem ráðast á Jebúsítana skulu fara í gegnum vatnsgöngin og drepa ‚þá höltu og blindu‘ sem ég hata.“* Þess vegna er tekið svo til orða: „Blindir og haltir komast aldrei inn í húsið.“ 9 Davíð settist að í virkinu og það var nefnt* Davíðsborg. Hann hófst handa við að byggja þar umhverfis, frá Milló*+ og inn á við.+ 10 Davíð efldist sífellt meir+ og Jehóva, Guð hersveitanna, var með honum.+
11 Híram,+ konungur í Týrus, sendi menn á fund Davíðs. Hann sendi líka sedrusvið,+ trésmiði og steinsmiði til að reisa veggi, og þeir byggðu hús* handa Davíð.+ 12 Davíð skildi að Jehóva hafði fest hann í sessi sem konung yfir Ísrael+ og upphafið konungdóm hans+ vegna þjóðar sinnar, Ísraels.+
13 Eftir að Davíð fluttist frá Hebron til Jerúsalem tók hann sér fleiri hjákonur+ og eiginkonur og eignaðist fleiri syni og dætur.+ 14 Þetta eru nöfn sona hans sem fæddust í Jerúsalem: Sammúa, Sóbab, Natan,+ Salómon,+ 15 Jíbhar, Elísúa, Nefeg, Jafía, 16 Elísama, Eljada og Elífelet.
17 Þegar Filistear fréttu að Davíð hefði verið smurður til konungs yfir Ísrael+ lögðu þeir allir af stað til að leita að honum.+ Þegar Davíð frétti það fór hann niður í fjallavígið.+ 18 Filistear komu nú og dreifðu sér um Refaímdal.*+ 19 Davíð spurði Jehóva:+ „Á ég að fara gegn Filisteum? Ætlarðu að gefa þá í mínar hendur?“ Jehóva svaraði honum: „Farðu gegn þeim því að ég mun vissulega gefa Filistea í þínar hendur.“+ 20 Davíð fór þá til Baal Perasím og sigraði þá þar. Hann sagði: „Jehóva hefur brotist í gegnum fylkingar óvina minna+ frammi fyrir mér eins og vatnsflaumur sem ryður sér leið.“ Þess vegna nefndi hann staðinn Baal Perasím.*+ 21 Filistear skildu skurðgoð sín eftir þar og Davíð og menn hans fjarlægðu þau.
22 Nokkru síðar komu Filistear aftur og dreifðu sér um Refaímdal.*+ 23 Davíð leitaði leiðsagnar Jehóva en hann svaraði: „Farðu ekki beint á móti þeim. Taktu heldur sveig, komdu aftan að þeim og gerðu árás á þá hjá bakarunnunum. 24 Þegar þú heyrir þyt í toppum bakarunnanna eins og í þrammandi hermönnum skaltu bregðast fljótt við því að Jehóva fer þá fyrir þér til að leggja her Filistea að velli.“ 25 Davíð gerði eins og Jehóva sagði honum og felldi Filistea+ frá Geba+ alla leið til Geser.+